Reyktal þjónusta ehf.
Reyktal þjónusta ehf.

Útgerðarstjórn

Reyktal þjónusta ehf. er sjávarútvegsfyrirtæki sem starfar í alþjóðlegu umhverfi og annast rekstur á 6 frystitogurum. Við leitum að kraftmiklum einstaklingi til að styrkja útgerðarteymi félagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

Umsjón með daglegum rekstri skipanna, svo sem pöntun aðfanga, samskiptum við erlenda og innlenda umboðsmenn og birgja, auk reglulegra samskipta við áhafnir.

Umsjón og eftirlit með verklegum framkvæmdum um borð í skipunum.

Þátttaka í umbótaverkefnum er snúa að veiðum og vinnslu um borð.

Menntunar- og hæfniskröfur

Menntun sem nýtist í starfi, s.s. vélvirkjun, sjávarútvegsfræði, tæknifræði eða verkfræði.

Farsæl reynsla af sambærilegum verkefnum.

Frumkvæði, fagmennska, skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun.

Reynsla af umsjón með viðhalds verkefnum af því tagi sem um ræðir.

Góð færni í íslensku og góð kunnátta í ensku.

Auglýsing birt2. apríl 2025
Umsóknarfrestur25. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Síðumúli 34, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar