
Tæknimaður
Faxaflóahafnir leita að öflugum og lausnamiðuðum tæknimanni í tímabundna ráðningu til að styðja við rekstur og þróun upplýsingatæknilausna fyrirtækisins.
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni tengd Azure, Windows netþjónum, Microsoft lausnum og almennum IT stuðningi, auk þátttöku í uppsetningu og rekstri öryggis- og netkerfa.
Helstu verkefni:
· Notendaþjónusta og úrlausnir tæknilegra vandamála.
· Þáttaka í rekstri á Azure umhverfi og tengdum þjónustum.
· Þáttaka í uppsetningu, viðhaldu og rekstri Windows netþjóna og Microsoft lausna
(t.d. M365, Exchange, Intune).
· Aðstoð við uppsetningu og rekstur myndavéla-, aðgangsstýringar- og netkerfa.
· Samvinna við aðrar deildir og þjónustuaðila um tæknileg málefni.
Æskileg hæfni og reynsla:
· Reynsla af Azure og Microsoft 365 lausnum.
· Þekking á Windows Server, Active Directory og netkerfum
· Kunnátta í uppsetningu og rekstri öryggiskerfa (myndavéla- og aðgangsstýringar).
· Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Ef þú hefur áhuga á fjölbreyttu og krefjandi starfi í öflugu starfsumhverfi, þá viljum við heyra frá þér!
Íslenska










