OK
OK
OK

OK leitar að tæknileiðtoga netlausna

OK leitar að áhugasömum og drífandi einstakling með brennandi áhuga á tækni og framþróun til að leiða netlausnateymi OK. Tæknileiðtogi netlausna leiðir teymi netsérfræðinga og stýrir þróun, rekstri og öryggi netinnviða sem styðja við kjarnastarfsemi viðskiptavina OK.
Viðkomandi vinnur náið með sérfræðingum, viðskiptastjórum og tæknifólki til að tryggja að lausnirnar séu öruggar, áreiðanlegar og í takt við þarfir viðskiptavina.

Starfið "tæknileiðtogi netlausna" gæti átt vel við þig ef þú villt:

  • Hafa áhrif á stefnun og þróun netinnviða.
  • Fá tækifæri til að vinna með öflugar lausnir, nýjustu tækni og nokkrum af fremstu netsérfræðingum landsins.
  • Sveigjanlegt vinnuumhverfi og sterka liðsheild.
  • Aðgang að símenntun og tækifæri til að vaxa í starfi.

Hjá OK starfar fjölbreyttur hópur fólks og hvetjum við öll sem uppfylla hæfnikröfur og hafa áhuga á starfinu til að sækja um, óháð kyni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tekur þátt í að móta stefnu og framtíðarsýn fyrir netinnviði og netöryggi.
  • Stýra þróun og innleiðingu á netlausnum í samræmi við stefnu OK og þarfir viðskiptavina.
  • Leiða og styðja við netsérfræðinga í daglegum- og langtímaverkefnum.
  • Stýra verkefnum og veita faglega ráðgjöf í tengslum við net- og öryggismál.
  • Tryggja samhæfingu netlausna við önnur tækniteymi og kerfi.
  • Meta og innleiða nýja tækni og verkferla til að bæta frammistöðu og öryggi.
  • Samskipti við birgja, samstarfsaðila og viðskiptavini varðandi netlausnir.
  • Skilgreina og viðhalda öryggisreglum og viðbragðsáætlunum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Djúp þekking á netkerfum, netöryggi og skýjatækni er skilyrði.
  • Vottun (certification) tengt starfinu
  • Reynsla af leiðtogahlutverki í tækniteymi.
  • Þekking á netbúnaði og lausnum (Fortinet, Cisco, Aruba, Juniper o.fl.).
  • Frumkvæði og áhugi á nýsköpun og framþróun.
  • Geta til að móta og þróa tæknistefnu.
  • Hæfni í að greina flókin vandamál og finna lausnir.
  • Nákvæmni og fagmennska í vinnubrögðum.
  • Sterk samskiptahæfni og góð leiðtogafærni.
  • Þjónustulund og jákvætt viðmót.
Auglýsing birt30. október 2025
Umsóknarfrestur9. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Mjög góð
EnskaEnska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Skútuvogur 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GreiningarfærniPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar