

Tæknimaður
Við leitum að þjónustulunduðum og lausnamiðuðum tæknimanni í fullt starf til að vera hluti af metnaðurfullu teymi til framtíðar. Viðkomandi þarf að búa yfir ríkri þjónustulund og hafa metnað til að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks ráðgjöf og framúrskarandi þjónustu þegar kemur að tæknimálum fyrir viðburði og ráðstefnur. Um er að ræða vinnu á virkum dögum og helgar.
- Undirbúningur og uppsetning á viðburðum
- Yfirseta og eftirlit með viðburðum
- Umsjón með viðhaldi á búnaði
- Önnur tilfallandi verkefni
- Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Snyrtimennska, stundvísi og sveigjanleiki
- Jákvæðni og vilji til að taka að sér fjölbreytt verkefni
- Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta
Nánari upplýsingar veitir Lovísa Grétarsdóttir, [email protected]
Umsóknarfrestur er til og með 11.3.2025
Iceland Hotel Collection By Berjaya er fyrirtæki sem starfar í alþjóðlegu umhverfi þar sem lögð er áhersla á samvinnu, sveigjanleika og frumkvæði í starfi. Hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur með sameiginleg markmið, þar sem borin er virðing fyrir gestum, samstarfsmönnum og náttúrunni.













