

Tækifæri fyrir iðnaðarmann
Vatnsveita Kópavogs annast rekstur og viðhald á dreifikerfi neysluvatns í Kópavogi. Vatninu er dælt um stofnlagnir, dreifikerfi og heimæðar til íbúa, fyrirtækja og stofnana í Kópavogi og Garðabæ. Starfsemi vatnsveitunnar uppfyllir skilyrði matvælareglugerðar og er vatnsveitan með virkt innra eftirlit og starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.
Iðnaðarmaður sér um eftirlit, viðhald og viðgerðir á dreifikerfi, miðlunartönkum og brunnsvæði vatnsveitu Kópavogsbæjar. Þá vinnur iðnaðarmaður að nýframkvæmdum og þróun á dreifikerfi vatnsveitunnar. Á meðal hefðbundinna starfa vatnsveitunnar er m.a. lekaleit og lekaviðgerðir, nýlagnir og endurnýjun á heimtaugum og stofnlögnum ásamt vöktun á vatnabúskap dreifikerfisins, miðlunartanka og brunnsvæðis.
Starfsemi vatnsveitunnar heyrir undir umhverfissvið Kópavogsbæjar.
- Viðhald og viðgerðir á dreifikerfi, miðlunartönkum og brunnsvæði vatnsveitu Kópavogsbæjar.
- Vinna að lagningu nýrra heimtauga og við nýframkvæmdir.
- Eftirlit með viðhaldsþörf á dreifikerfi og búnaði vatnsveitunnar.
- Fylgjast með sívöktunarkerfi vatnsveitu og bregðast við frávikum.
- Leysa fjölbreytt verkefni eftir ábendingar frá íbúum og í samráði við þá.
- Önnur verkefni sem unnin eru í samráði við verkstjóra og yfirmenn þjónustumiðstöðvar.
- Menntun á sviði pípulagna, vélvirkjunar eða önnur tæknimenntun eða iðnmenntun.
- Reynsla af vinnu við vatnsveitur kostur.
- Þekking á suðu og meðhöndlun stærri plastlagna og tengistykkja.
- Aukin ökuréttindi og/eða vinnuvélaréttindi æskileg.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Skipulagshæfni og verkkunnátta.
- Jákvæðni, kurteisi og þjónustulipurð.
- Niðurgreiddur hádegismatur.
- Starfsmannafatnaður.
- Starfsöryggi.
- Góð vinnuaðstaða.
- Íþróttastyrkur.
- Frítt í sund í Kópavogi.












