Fljótsdalshreppur
Fljótsdalshreppur
Fljótsdalshreppur

Landvörður við Hengifoss

Fljótsdalshreppur óskar eftir að ráða landvörð til starfa við eina af helstu náttúruperlum Austurlands, Hengifoss. Starfstímabilið er frá 1. maí til loka september og mögulega fram í miðjan október.

Helstu verkefni eru landvarsla, upplýsingagjöf til ferðamanna, og almenn störf í nýrri og glæsilegri upplýsingamiðstöð á staðnum.

Starfið býður upp á einstakt tækifæri til að vinna í návígi við náttúruna og upplifa hana á nýjan hátt. Þú munt eignast dýrmæta reynslu og þekkingu um leið og þú leggur þitt af mörkum til að vernda umhverfið. Ef þú hefur brennandi áhuga á náttúrunni, ert úrræðagóð/ur og góð/ur í samskiptum við fólk, hvetjum við þig til að sækja um!

Helstu verkefni og ábyrgð

Sem landvörður hjálpar þú til við að vernda og varðveita einstaka náttúru í kringum Hengifoss í Fljótsdal. Þú tekur þátt í að bæta aðstöðu fyrir gesti, leiðbeinir þeim um náttúruperluna og fræðir þá um mikilvægi þess að fara vel með umhverfið til að tryggja að áfangastaðurinn verði einstakur fyrir gesti og heimamenn.

Helstu verkefni eru landvarsla, upplýsingagjöf til ferðamanna, og almenn störf í nýrri og glæsilegri upplýsingamiðstöð á staðnum.

Vaktafyrirkomulag er verið að þróa fyrir starfið.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Áhugi á náttúru og umhverfismálum.
  • Góð samskiptahæfni og þjónustulund.
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Jákvæðni og geta til að vinna með öðrum.
Auglýsing birt26. febrúar 2025
Umsóknarfrestur20. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Végarður/félagsheim , 701 Egilsstaðir
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar