Elkem Ísland ehf
Elkem á Íslandi er hluti af sterkri alþjóðlegri heild, Elkem ASA, sem er einn af helstu framleiðendum heims á kísilafurðum.
Hjá Elkem Ísland starfa að jafnaði um 170 manns og eru 85% starfsfólksins búsett í nærliggjandi sveitarfélögum. Elkem Ísland er traustur og eftirsóknarverður vinnustaður. Áherslur fyrirtækisins er að hafa fjölbreytileikann að leiðarljósi. Hjá Elkem starfa einstaklingar með mismunandi hæfileika, áherslur og bakgrunn og hefur það skilað Elkem góðum árangri ásamt því að styðja við gildi fyrirtækisins um stöðugar framfarir.
Elkem Ísland leggur mikla áherslu á aðbúnað starfsfólks og öryggi þess ásamt sterkri fyrirtækjamenningu, hollustu, þjálfun og fræðslu. Stór hluti starfsfólks hefur unnið hjá fyrirtækinu í yfir 20 ár og hafa nokkrir náð 40 ára starfsaldri, en þeir voru við störf þegar verksmiðjan hóf rekstur.
Fyrirtækið framleiðir kísilmálm og kísilryk úr málmgrýti og kolefni. Við framleiðsluna er notuð orka sem framleidd er með vatnsafli. Dæmi um vörur sem innihalda kísilmálm frá Elkem Ísland eru m.a. rafmagnsstál fyrir spenna og rafmótora sem notaðir eru í rafmagnsbíla, hástyrktarstál fyrir vindmyllur, ryðfrítt stál fyrir farartæki, hnífapör, kúlur, legur, byggingarstál.
Sumarstörf hjá Elkem Ísland 2025
Elkem auglýsir eftir öflugu og hæfileikaríku ólki í sumarstörf sem eru ýmist vaktavinnu störf eða dagvinnu störf. störfin henta öllum kynjum en skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi náð 18 ára aldri og hafi gild ökuréttindi.
Í ofnhúsi er unnið á 8 tíma vöktum (fimm daga vinna/ fimm daga frí).
Elkem Ísland hefur hlotið Jafnlaunavottun og hefur heimild til að nota jafnlaunamerki Jafnréttisstofu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Vilji og geta til að vinna í krefjandi aðstæðum.
- Góð öryggisvitund og jákvætt viðhorf.
- Sýna frumkvæði í verki og sjálfstæð vinnubrögð.
- Öguð og nákvæm vinnubrögð ásamt stundvísi.
- Góður samstarfsmaður sem sýnir virðingu.
- Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri og vera með ökuréttindi.
Fríðindi í starfi
- Öðlast vinnuvélaréttindi í samstarfi við Elkem.
- Rútuferðir frá Akranesi, til og frá vinnu.
Auglýsing birt21. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Grundartangal verksm 133675, 301 Akranes
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiJákvæðniMannleg samskiptiSamviskusemiStundvísi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (11)
Einingaverksmiðjan leitar að verkefnastjóra framleiðslu
Einingaverksmiðjan
Framleiðslustörf í stóriðju á Reyðarfirði
VHE
Starfsmaður í pökkun og framleiðslu
Nonni litli ehf
Aðstoðarmaður í framleiðslu og uppsetningar
Steinprýði ehf
SA Lyfjaskömmtun - framtíðarstarf
Lyf og heilsa
Sumarstörf hjá ISAL
Rio Tinto á Íslandi
Vaktavinnustarf í fóðurverksmiðju Líflands
Lífland ehf.
Uppsetning á gler og álhandriðum
OHS verk ehf
Framleiðslutæknir / Manufacturing Technologist
Alvotech hf
Spennandi sumarstörf í framleiðslu
Norðurál
Starfsmenn í nýja verksmiðju Kamba í Þorlákshöfn
Kambar Byggingavörur ehf