Elkem Ísland ehf
Elkem á Íslandi er hluti af sterkri alþjóðlegri heild, Elkem ASA, sem er einn af helstu framleiðendum heims á kísilafurðum.
Hjá Elkem Ísland starfa að jafnaði um 170 manns og eru 85% starfsfólksins búsett í nærliggjandi sveitarfélögum. Elkem Ísland er traustur og eftirsóknarverður vinnustaður. Áherslur fyrirtækisins er að hafa fjölbreytileikann að leiðarljósi. Hjá Elkem starfa einstaklingar með mismunandi hæfileika, áherslur og bakgrunn og hefur það skilað Elkem góðum árangri ásamt því að styðja við gildi fyrirtækisins um stöðugar framfarir.
Elkem Ísland leggur mikla áherslu á aðbúnað starfsfólks og öryggi þess ásamt sterkri fyrirtækjamenningu, hollustu, þjálfun og fræðslu. Stór hluti starfsfólks hefur unnið hjá fyrirtækinu í yfir 20 ár og hafa nokkrir náð 40 ára starfsaldri, en þeir voru við störf þegar verksmiðjan hóf rekstur.
Fyrirtækið framleiðir kísilmálm og kísilryk úr málmgrýti og kolefni. Við framleiðsluna er notuð orka sem framleidd er með vatnsafli. Dæmi um vörur sem innihalda kísilmálm frá Elkem Ísland eru m.a. rafmagnsstál fyrir spenna og rafmótora sem notaðir eru í rafmagnsbíla, hástyrktarstál fyrir vindmyllur, ryðfrítt stál fyrir farartæki, hnífapör, kúlur, legur, byggingarstál.
Sérfræðingur á mannauðssviði
Við leitum að drífandi og jákvæðum einstakling í mannauðsteymi okkar. Verkefnin eru fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg.
Hlutverkið felur meðal annars í sér að vinna að framgangi þjálfunar/fræðslumála, innri samskipti, utanumhald viðburða ásamt öðrum málefnum mannauðs
Viðkomandi starfar beint undir framkvæmdastjóra mannauðs- gæða og EBS.
Framundan eru fjölmörg krefjandi og skemmtileg verkefni og því er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjálfun og fræðsla – mótun, utanumhald og skipulagning fræðslu og þjálfunnar
- Skráning, eftirfylgni og skjölun fræðslutengds efnis
- Móttaka nýliða – ráðningar og umgjörð
- Tenging við háskólasamfélagið
- Innri samskipti
- Umsjón og skipulagning á viðburðum
- Þátttaka í þróunarvinnu og umbótaverkefnum á sviði mannauðsmála
- Ýmis tilfallandi verkefni í samráði við næsta yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Öguð og nákvæm vinnubrögð
- Vilji til að vinna að krefjandi verkefnum
- Góð öryggisvitund og jákvætt viðhorf
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Góð tölvukunnátta í helstu forritum Microsoft Office
- Tungumálakunnátta, m.a. tala og skrifa á ensku
Auglýsing birt9. janúar 2025
Umsóknarfrestur23. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Grundartangal verksm 133675, 301 Akranes
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaAuglýsingagerðFljót/ur að læraFramkoma/FyrirlestarFrumkvæðiGreinaskrifHeiðarleikiHugmyndaauðgiKennslaMannauðsstjórnunMannleg samskiptiMetnaðurSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagVandvirkniVinna undir álagiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar