
Garri
Garri er öflugt þjónustufyrirtæki í innflutningi á gæða matvörum, umbúðum og hreinlætislausnum fyrir veitingarekstur, hótel, fyrirtæki og stofnanir.
Við höfum ástríðu fyrir okkar starfi og erum vakandi fyrir nýjungum á markaði, vöruframboði og tæknilausnum. Við leggjum áherslu á sjálfbærni, stöðugar umbætur, ábyrga stjórnarhætti og eflingu mannauðs, með gildi Garra að leiðarljósi. Hjá Garra starfa um 100 manns.

Sumarstarf í vöruhúsi - vertu með okkur í sumar!
Sumarið er handan við hornið og við viljum ráða duglegt og áreiðanlegt starfsfólk í sumarafleysingar hjá okkur. Starfið hentar vel þeim sem vilja vera á hreyfingu, starfa í góðu teymi og öðlast verðmæta reynslu.
Aldurstakmark er 18 ár.
Vinnutími:
Dagvinna
· Mánudagar – miðvikudagar: kl. 07:00 – 16:00
· Fimmtudagar – Föstudagar: kl. 08:00 – 16:15
Köldvaktir
· Á tveggja eða þriggja vikna fresti eru kvöldvaktir í stað dagvinnu
· Kvöldvaktir eru frá sunnudögum til fimmtudaga frá kl. 15:00 – 23:00
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tiltekt á vörupöntunum
- Afgreiðsla pantana til viðskiptavina
- Þrif og frágangur
- Önnur tilfallandi verkefni í vöruhúsi
Menntunar- og hæfniskröfur
- 18 ára og eldri
- Rík þjónustulund og jákvæð framkoma
- Góða samskipta- og samstarfshæfni
- Stundvísi, nákvæmni og áreiðanleiki
- Áhugi og metnaður í starfi
- Snyrtimennska, góð umgengni og öryggisvitund
- Góð færni í íslensku og/eða ensku
Fríðindi í starfi
Afsláttur af vörum Garra
Mötuneyti með hollum og fjölbreyttum mat
Frábærir samstarfsfélagar & öflugt starfsmannafélag
Auglýsing birt9. janúar 2026
Umsóknarfrestur23. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Hádegismóar 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniLagerstörfStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Öflugur bílstjóri óskast í sendibílavinnu
Akstur og flutningar

Starfsmaður í vöruhúsi Byko Kjalarvogi
Byko

FRAMTÍÐARSTARF Í LAMBHAGA GRÓÐRARSTÖÐ REYKJAVÍK
Lambhagi ehf.

Bílstjórar - FULLT STARF
Póstdreifing ehf.

Lagerstarf
Ísfell

BÍLSTJÓRI UPS 2026
UPS Express ehf.

Afgreiðslustarf í Vape verslun! (Hlutastarf)
Skýjaborgir Vape Shop

Bílstjóri og aðstoðarmaður í vöruhúsi – Fjölbreytt og líflegt starf
Egill Árnason ehf

Lagerstarfsmenn/Warehouse Employee
Útilíf

Helgar og sumarstarf í vöruhúsi
Aðföng

Tölvutek Reykjavík óskar eftir starfsmönnum
Tölvutek

Starfsfólk á lager - Framtíðarstarf
Málning hf