Kópavogsskóli
Kópavogsskóli
Kópavogsskóli

Stuðningsfulltrúi í Kópavogsskóla

Kópavogsskóli auglýsir eftir öflugum stuningsfulltrúa fyrir skólaárið 2024 - 2025 í 75% starfshlutfall.

Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli með um 400 frábæra nemendur og um 75 kraftmikla starfsmenn. Í skólanum er sérdeild fyrir nemendur á mið- og unglingastigi og frístundaheimili fyrir nemendur í 1. – 4. bekk. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og lögð er áhersla á skapandi og framsækið skólastarf.

Í Kópavogsskóla eru allir kennarar og nemendur í 1. – 10. bekk með spjaldtölvur og mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðun náms og fjölbreytta kennsluhætti.

Einkennisorð skólans eru vinátta, virðing, vellíðan. Góður starfsandi er í skólanum.

Upplýsingar um Kópavogsskóla og skólastarfið er að finna á www.kopavogsskoli.is.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoðar við faglegt starf undir leiðsögn kennara og stjórnenda
  • Tekur þátt í skipulagningu, undirbúningi og framkvæmd skólastarfs
  • Aðstoðar nemendur við daglegar þarfir
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við fagfólk og foreldra
  • Aðstoðar nemendur í matsal og við undirbúning matmálstíma
  • Sinnir frímínútnagæslu, fylgd og gæslu í daglegu skólastarfi
  • Leitast við að virkja sem flesta óháð getu eða þroska í fjölbreytt verkefni og taka fullan þátt í þeim verkefnum og viðburðum sem eru skipulögð
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Íslenskukunnátta skilyrði
  • Almenn tölvukunnátta
  • Mikill áhugi og metnaður til að starfa með börnum
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Stundvísi og samviskusemi
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Auglýsing stofnuð26. júní 2024
Umsóknarfrestur1. ágúst 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar