Brúarásskóli
Brúarásskóli
Brúarásskóli

Stuðningsfulltrúi óskast til starfa

Brúarásskóli sem er samrekinn grunn- og leiksstjóri óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa við skólann. Viðkomandi þarf að hafa starfshæfi á öllum stigum grunnskólans og á leiksskóla. Reynsla af vinnu með börnum er æskileg.

Í skólanum eru samtals tæplega 50 nemendur. Kennt er í anda Byrjendalæsis og áhersla á fjölbreytta kennsluhætti.

Helstu verkefni og ábyrgð
 
  • Aðstoðar nemendur og reynir að ýta undir færni og sjálfstæði þeirra.
  • Vinnur undir verkstjórn skólastjóra og verkefnastjóra sérkennslu  í samráði við kennara og aðra ráðgjafa. 
  • Gæsla nemenda í frímínútum.
  • Situr fag-, teymis- og foreldrafundi eftir því sem við á.
  • Þátttaka í starfi grunn- og leiksskólans á þann hátt sem starfskraftar viðkomandi nýtast best hverju sinni. 
  • Lausnamiðuð nálgun í öllum aðstæðum og nálgast starfið með sveigjanleika að leiðarljósi í þeim tilgangi að gera gott skólastarf betra.  
 
Menntunar- og hæfniskröfur
 
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Samskipta- og samstarfshæfni.
  • Skipulagshæfileikar.
 
Fríðindi í starfi

Laun eru samkvæmt Sambandi íslenskra sveitafélaga

Umsóknum skal fylgja gott yfirlit yfir nám og störf, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Allir einstaklingar, óháð kyni, eru kvattir til að sækja um starfið.

Ráðið er í starfið frá og með 15. ágúst 2024

Nánari upplýsingar veitir Ásgrímur Ingi Arngrímsson skólastjóri Brúarásskóla. netfang: asgrimur.arngrimsson@mulathing.is   S: 8650800

Auglýsing stofnuð3. júlí 2024
Umsóknarfrestur17. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Brúarás-Grunnskóli-íþ , 701 Egilsstaðir
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar