
Stuðningsfulltrúi í Grundaskóla
Við leitum að einstaklingi með góða samskiptahæfni og áhuga á börnum. Einstaklingi sem hefur óbilandi trú á nemendum, áhuga á menntun þeirra og velferð og er tilbúinn að taka þátt í því að móta metnaðarfullt skólastarf.
Auglýst er eftir stuðningsfulltrúa í 50-70% starf
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stuðningsfulltrúi aðstoðar nemendur við að vera virkir í skólastarfi
- aðlaga verkefni að getu nemanda
- styrkja jákvæða hegðun nemenda
- aðstoða nemendur við athafnir daglegs lífs ef þörf er á
- styðja nemendur í félagslegum samskiptum
- fylgja og aðstoða nemendur í vettvangsferðum
- sinna gæslu úti og inni
- Vinna í nánu samstarfi við kennara og aðra starfsmenn skólans
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stuðningsfulltrúi þarf að hafa hæfni til að setja sig inn í aðstæður einstakra nemanda og vera fær um að sinna ólíkum þörfum þeirra. Mikilvægt er til dæmis að þekkja til þeirra bjarga sem standa fötluðum nemendum til boða, geta aðstoðað við kennslu í bóklegum og verklegum greinum og hjálpað nemendum með námserfiðleika.
- Stuðningsfulltrúar gegna mikilvægu hlutverki sem fyrirmyndir og þurfa að geta lesið í aðstæður og brugðist við með viðeigandi hætti. Í starfi stuðningsfulltrúa er einum nemanda ýmist fylgt eftir eða farið á milli bekkja og fleirum sinnt.
- Stuðningsfulltrúi þarf að geta hjálpað börnum í leik og starfi, leiðbeint þeim um góða umgengni. Stuðningsfulltrúar eru í mikilvægu hlutverki sem fyrirmyndir barna, þurfa að geta lesið í aðstæður og brugðist fljótt og vel við þegar þörf er á. Góð samskiptafærni og umhyggja eru miklir kostir í starfinu. Gott er einnig að geta veitt fyrstu hjálp ef slys ber að höndum.
- Hreint sakavottorð
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Auglýsing birt6. ágúst 2025
Umsóknarfrestur20. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Espigrund 1, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSamviskusemi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Stuðningsfulltrúi í Suðurhlíðarskóla
Suðurhlíðarskóli

Stuðningsfulltrúi í sérdeild- hlutastarf
Fellaskóli

Stuðningsfulltrúi óskast til starfa í Flataskóla
Flataskóli

Klettaskóli - stuðningsfulltrúi
Klettaskóli

Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöð -Askja
Kringlumýri frístundamiðstöð

Skólaliði við Eskifjarðaskóla
Fjarðabyggð

Leikskólastarfsfólk óskast
Helgafellsskóli

Stuðningsfulltrúi í Breiðagerðisskóla 75% starf
Breiðagerðisskóli

Fossvogsskóli leitar eftir öflugum stuðningsfulltrúa.
Fossvogsskóli

Stuðningsfulltrúi - Austurbæjarskóli 2025-2026
Austurbæjarskóli

Stuðningsfulltrúi með þekkingu á sykursýki
Fossvogsskóli

Stuðningsfulltrúi í Álfhólsskóla 70-100%
Álfhólsskóli