Fossvogsskóli
Fossvogsskóli
Fossvogsskóli

Stuðningsfulltrúi með þekkingu á sykursýki

Fossvogsskóli er hverfisskóli staðsettur í Fossvogsdalnum þar sem eru greiðar göngu- og hjólaleiðir í ein fallegustu útivistarsvæði borgarinnar; Elliðaárdalinn og Nauthólsvíkina. Nemendafjöldi er um 350 í 1. – 7. bekk og starfsmenn eru rúmlega 50.

Fossvogsskóli hefur á að skipa öflugu starfsfólki. Hann er þátttakandi í Grænfánaverkefni Landverndar og verkefni um Heilsueflandi grunnskóla og vinnustaðar. Í skólanum er unnið með Byrjendalæsi og byggt er á teymiskennslu og samvinnu kennara. Fossvogsskóli vinnur í anda Uppeldis til ábyrgðar og áhersla er á verk- og listgreinar, útivist og fjölbreytt og sveigjanlegt skólastarf. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er með þekkingu á sykursýki.

Gildi skólans eru vinátta - virðing - vellíðan.

Nánari upplýsingar um starfið veitir María Helen Eiðsdóttir skólastjóri í síma 411-7570 og í tölvupósti [email protected]

Staðan er laus strax og er 75% starfshlutfall. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Umsóknarfrestur er til að með 20. ágúst nk.

Umsókn fylgir ferilskrá, kynningarbréf, og annað er málið varðar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að veita nemendum stuðning í daglegum athöfnum og námi
  • Aðstoða nemendur við að ná settum viðmiðum samkvæmt skólanámsskrá/einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara og deildarstjóra sérkennslu
  • Að starfa í stuðnings- og sérkennsluteymi skólans
  • Að styðja nemendur í félagslegum samskiptum í skólastarfinu
  • Að fylgja nemendum eftir á ferðum þeirra um skólann, í frímínútum og vettvangsferðum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla og áhugi á að vinna með börnum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Fagmennska í vinnubrögðum
  • Hreint sakarvottorð
Auglýsing birt6. ágúst 2025
Umsóknarfrestur20. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Haðaland 26, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar