Húnabyggð
Húnabyggð

Störf í Þjónustumiðstöð Húnabyggðar

Starfið felur í sér fjölbreytta þjónustu við íbúa sveitarfélagsins og nær yfir flest það sem Þjónustumiðstöðin starfar með t.d. vinna við veitustarfsemi, viðhaldsvinna á eignum og tækjum, girðingavinna, gróðursetning, sláttur, vinna með græn svæði, viðhald gatna og gangstétta, þjónusta við aðrar deildir sveitarfélagsins ásamt almennri umbóta­vinnu í ferlum og starfsemi Þjónustu­miðstöðvar­innar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna við úrgangsmál sveitarfélagsins
  • Viðhald véla og búnaðar sveitarfélagsins
  • Uppbygging og viðhald grænna svæða innan þéttbýlisins.
  • Ýmiskonar viðhaldsverkefni á eignum.
  • Girðingavinna og viðhald á réttum
  • Aðstoð við önnur svið innan sveitarfélagsins.
  • Alhliða þjónusta við íbúa sveitarfélagsins.
  • Umbætur í ferlum og starfsemi Þjónustumiðstöðvarinnar.
  • Sláttur og gróðursetning
  • Önnur almenn og sérhæfð störf í Þjónustumiðstöðinni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af iðnstörfum t.d. í byggingariðnaði, vélaviðgerðum, járn- og stálsmíði, landbúnaði eða garðyrkju er æskileg.
  • Góð tölvukunnátta er kostur.
  • Meirapróf er kostur
  • Jákvæðni, sjálfstæði, skipulagshæfni og færni í mannlegum samskiptum.
Auglýsing birt2. mars 2025
Umsóknarfrestur17. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Ægisbraut 1, 540 Blönduós
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar