
N1
N1 sér fólki og fyrirtækjum fyrir eldsneyti, raforku, rekstrarvörum, veitingum og afþreyingu á þjónustustöðvum félagsins um allt land. Okkar hlutverk er að halda samfélaginu á hreyfingu með persónulegri þjónustu og markvissu vöruúrvali sem uppfyllir kröfur viðskiptavina hvert sem ferð þeirra er heitið.
N1 sparar viðskiptavinum bæði tíma og fyrirhöfn með þéttu neti þjónustustöðva og umbunar þeim með margvíslegum ávinningi af viðskiptunum, m.a. með N1 kortinu sem safnar punktum og nýtast á N1 stöðvum um land allt.
N1 starfar út frá þremur grunngildum sem eru: virðing, einfaldleiki og kraftur. Við sýnum hvert öðru virðingu, veitum þjónustu sem við getum verið stolt af og berum virðingu fyrir umhverfinu. Við leggjum okkur fram við að einfalda líf viðskiptavina okkar og liðsinna með góðu aðgengi að vörum okkar og þjónustu. Við hleypum krafti í samfélagið með öflugri dreifingu og afgreiðslu eldsneytis en einnig með stuðningi við hreyfingu, heilsubót og góð málefni sem auðga mannlífið.
Vel staðsettar þjónustustöðvar og verslanir um land allt, fyrsta flokks dekkja- og smurþjónusta og öflug fyrirtækjaþjónusta gera N1 að sterkri heild sem er mikilvægur hluti af íslensku samfélagi.

Stöðvarstjóri - Ísafjörður
N1 leitar að kraftmiklum og drífandi einstaklingi til að stýra þjónustustöð félagsins á Ísafirði. Um er að ræða líflegt og fjölbreytt starf sem krefst frumkvæðis og metnaðar.
Við leitum að stöðvarstjóra á Ísafirði sem hefur drifkraft, þjónustulund og leiðtogahæfni til að stýra frábæru teymi og halda utan um samskipti við fyrirtæki á Vestfjörðum.
Hvað felst í starfinu:
- Stjórnun á daglegum rekstri stöðvarinnar
- Verkstjórn og skipulag verkefna
- Að leiða og hvetja teymið til árangurs
- Að byggja upp og styrkja viðskiptasambönd á svæðinu
Við leitum að einstaklingi sem hefur:
- Gott vald á íslensku og ensku sem og gilt bílprófs
- Reynslu eða menntun sem nýtist í starfinu
- Góða skipulagshæfni, sjálfstæði í vinnubrögðum og framúrskarandi samskiptahæfni
- Áhuga á að leiða fólk og stuðla að jákvæðu og hvetjandi starfsumhverfi
Fríðindi í starfi:
- Afsláttarkjör hjá N1, Krónunni, ELKO og Lyfju
- Aðgangur að Velferðarþjónustu N1
Umsóknarfrestur er til og með 1.nóvember 2025
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Viðar Stefánsson forstöðumaður einstaklingssviðs, [email protected].
Áhugasamir sæki um á www.n1.is - merkt stöðvarstjóri Ísafjörður, ferilskrá og kynningarbréf fylgi með umsókn.
Auglýsing birt16. október 2025
Umsóknarfrestur1. nóvember 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Vesturbraut 1, 780 Höfn í Hornafirði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Golfskálinn leitar að öflugum verslunarstjóra
Golfskálinn

Verslunarstjóri Name It - Barnafataverslun
BESTSELLER

Customer Service Manager / Þjónustustjóri
Alvotech hf

Þjónustustjóri
Rúko hf

Verslunarstjóri í Reykjanesbæ
Penninn Eymundsson

Vaktstjóri
Laugardalshöll Íþrótta- og sýningarhöllin

Rekstrarstjóri Veitingaskála Jökulsárlón
Jökulsárlón Ferðaþjónusta ehf.

Vaktstjóri Árbæjarlaug
Reykjavíkurborg

Deildarstjóri þjónustu
Norðurorka hf.

Nettó Ísafirði - verslunarstjóri
Nettó

Mannauðsstjóri - Employee Experience Manager
The Reykjavik EDITION

Innkaupa sölu og þjónustustjóri
Ráðlagður Dagskammtur