N1
N1
N1

Stöðvarstjóri - Ísafjörður

N1 leitar að kraftmiklum og drífandi einstaklingi til að stýra þjónustustöð félagsins á Ísafirði. Um er að ræða líflegt og fjölbreytt starf sem krefst frumkvæðis og metnaðar.

Við leitum að stöðvarstjóra á Ísafirði sem hefur drifkraft, þjónustulund og leiðtogahæfni til að stýra frábæru teymi og halda utan um samskipti við fyrirtæki á Vestfjörðum.

Hvað felst í starfinu:

  • Stjórnun á daglegum rekstri stöðvarinnar
  • Verkstjórn og skipulag verkefna
  • Að leiða og hvetja teymið til árangurs
  • Að byggja upp og styrkja viðskiptasambönd á svæðinu


Við leitum að einstaklingi sem hefur:

  • Gott vald á íslensku og ensku sem og gilt bílprófs
  • Reynslu eða menntun sem nýtist í starfinu
  • Góða skipulagshæfni, sjálfstæði í vinnubrögðum og framúrskarandi samskiptahæfni
  • Áhuga á að leiða fólk og stuðla að jákvæðu og hvetjandi starfsumhverfi

Fríðindi í starfi:

  • Afsláttarkjör hjá N1, Krónunni, ELKO og Lyfju
  • Aðgangur að Velferðarþjónustu N1


Umsóknarfrestur er til og með 1.nóvember 2025


Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Viðar Stefánsson forstöðumaður einstaklingssviðs, [email protected].


Áhugasamir sæki um á www.n1.is - merkt stöðvarstjóri Ísafjörður, ferilskrá og kynningarbréf fylgi með umsókn.

Auglýsing birt16. október 2025
Umsóknarfrestur1. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vesturbraut 1, 780 Höfn í Hornafirði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar