Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg

Vaktstjóri Árbæjarlaug

Vinsamlega athugið að eingöngu er unnið úr umsóknum sem berast í gegnum þennan link: https://reykjavik.is/job/38603/

Árbæjarlaug óskar eftir vaktstjóra til starfa!

Um er að ræða 100% starf í vaktavinnu.

Sundlaugarnar eru tilvalinn starfsvettvangur fyrir fólk sem vill vinna í fjörugu og skemmtilegu umhverfi og hefur ánægju af því að umgangast og þjónusta viðskiptavini.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýrir verkaskiptingu á milli starfsfólks. 
  • Sér um skipulagningu vakta og afleysingu vegna fjarvista og veikinda.
  • Móttaka og þjálfun nýs starfsfólks á vakt samkvæmt verkferlum (þjálfunaráætlun). 
  • Hefur eftirlit með húsnæði, áhöldum, leiktækjum og vélbúnaði, kemur ábendingum áleiðis eftir því sem við á ásamt því að lagfæra og þrífa eftir því sem við verður komið. 
  • Hefur eftirlit með afgreiðslu og kortakerfi ásamt skiptimynt og uppgjöri. 
  • Sér um innkaup í samráði við forstöðumann.
  • Sér um móttöku á vörum og frágangi eða förgun á sorpi. 
  • Stýrir vaktfundum einu sinni til tvisvar í mánuði. 
  • Stýrir neyðaræfingum mánaðarlega.
  • Þátttaka í vaktstjórafundum og forstöðumannafundum eftir þörfum. 
  • Ber ábyrgð á í samráði við forstöðumann að stefnum Reykjavíkurborgar sé framfylgt. 
  • Annast önnur þau störf sem vaktstjóra kunna að vera falin af forstöðumanni og falla innan eðlilegs stafsviðs hans. 
  • Vaktstjóri ber ábyrgð á vaktinni og er verkstjórnandi þar sem hann hefur umsjón með daglegum störfum starfsfólks. Vaktstjóri heyrir sjálfur undir forstöðumann.
  • Yfirumsjón með skipulagningu, eftirliti og mönnun vakta. 
  • Framkvæmd og eftirlit með öryggismálum, upplýsingar um öryggismál til starfsfólks og gesta. 
  • Ber ábyrgð á að unnið sé samkvæmt starfs- og verklýsingum og umgengnisreglum.
  • Vaktstjóri ber ábyrgð á daglegu uppgjöri og hefur yfirumsjón með afgreiðslu- og kortakerfi.
  • Vaktstjóri ber ábyrgð á að reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum sé framfylgt.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun sem nýtist í starfi sambærileg stúdents- eða sveinsprófi eða jafngildrar þekkingar á starfssviðinu. 
  • Nám eða námskeið á sviði stjórnunar eða þjónustumála. 
  • Reynsla af verk- og starfsmannastjórnun.
  • Reynsla af þjónustustarfi. 
  • Skipulagshæfileikar. 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Þjónustulund. 
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. 
  • Almenn tölvukunnátta skilyrði. 
  • Gott vald á íslensku máli. 
  • Kunnátta í ensku æskileg. 
  • Krafa um endurmenntun í skyndihjálp og sérhæft námskeið um björgun úr laug og æskilegt að standast árlegt hæfnispróf laugarvarða. 
  • Hreint sakavottorð. 
  • Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. 
  • Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sameykis. 
Fríðindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur. 
  • Sundkort. 
  • Menningarkort.
Auglýsing birt13. október 2025
Umsóknarfrestur25. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Fylkisvegur 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.AðlögunarhæfniPathCreated with Sketch.BirgðahaldPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkyndihjálpPathCreated with Sketch.SnyrtimennskaPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Sund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar