

Starfsmaður í verslun
Ertu manneskja sem er áhugasöm um vistvænan lífsstíl og viltu taka þátt í fjölskyldurekinni verslun sem leggur áherslu á umhverfisvænar vörur?
Vistvæna búðin á Akureyri leitar að jákvæðum, áreiðanlegum og ábyrgum starfsmanni sem er 20 ára eða eldri til að bætast í teymið okkar. Starfið felst í því að:
- Afgreiða viðskiptavini í verslun.
- Afgreiða netpantanir.
- Sinna öðrum tilfallandi verkefnum.
Starfið er hlutastarf og vinnutími frá 11:00 - 17:00 virka daga og ca þriðja hver helgi frá 12:00 - 15:00, með möguleika á aukinni vinnu. Starfið er uþb 40% vinna.
Kröfur:
- Áhugi og þekking á vistvænum lífsstíl og vörum er kostur.
- Gott vald á íslensku er skilyrði, ásamt enskukunnáttu.
- Reynsla af sölu- eða þjónustustörfum er kostur.
- Vera orðinn 20 ára
Ef þú hefur áhuga á að vera hluti af litlu og fjölskyldureknu teymi sem vinnur að því að bæta heiminn með umhverfisvænum vörum, sendu umsóknina þína til okkar! Við hlökkum til að heyra frá þér! 🌱
Sala og ráðgjöf til viðskiptavina
Afsláttarkjör
Íslenska
Enska










