

Útilíf Kringlunni - Fullt starf
Við leitum að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingum í fullt starf í verslun Útilífs Kringlunni.
Útilíf á sér stað í hjarta margra Íslendinga þar sem verslunin hefur verið hluti af áhugamálum og lífsstíl landsmanna síðan 1974. Útilíf rekur verslanir í Kringlunni og Skeifunni ásamt því að reka The North Face á Hafnartorgi.
Útilíf er áfangastaður, þar er gott að vera og versla – en er á sama tíma upphaf ævintýra og minninga. Við hvetjum fólk til að fara lengra og stefna að heilbrigðari sál í hraustum líkama, í sátt við umhverfið og samfélagið.
Útilíf leggur áherslu á að vera skemmtilegur og metnaðarfullur vinnustaður sem stuðlar að vexti og ánægju starfsmanna.
Aldurstakmark er 18 ára.
Samskipti, sala og þjónusta við viðskiptavini.
Áfyllingar og vöruútstillingar.
Önnur tilfallandi verkefni innan verslunarinnar.
Reynsla af svipuðu starfi æskileg. Rík þjónustulund og jákvætt viðmót. Áhugi á hreyfingu og heilbrigðum lífstíl. Góð íslensku- og enskukunnátta. Áhugi á sölumennsku.
Starfsmannaafsláttur
Enska
Íslenska










