
Velferðarsvið Kópavogsbæjar
Velferðarsvið Kópavogsbæjar veitir fjölbreytta og metnaðarfulla velferðarþjónustu sem hefur það að meginmarkmiði að stuðla að auknum lífsgæðum íbúa.
Á sviðinu starfar hópur 650 öflugra og fjölbreyttra einstaklinga með mismunandi menntun og þekkingu sem brenna fyrir málefnum velferðarþjónustunnar með hag þjónustunotenda að leiðarljósi. Fjölbreytileiki mannauðs velferðarsviðs endurspeglar umfang málaflokka þjónustunnar sem hafa vaxið á undanförnum árum í takt við lagabreytingar og nýjar áherslur í þjónustu til handa íbúum.
Starfsfólk sviðsins leitast við að skapa trausta ímynd og sýna hlutlægni, umhyggju og virðingu í verki gagnvart íbúum Kópavogsbæjar og öðru starfsfólki. Áhersla er lögð á árangursríka, skilvirka og hagkvæma þjónustu og gott samstarf við önnur svið bæjarins.
Velferðarsvið skiptist samkvæmt nýju skipulagi í fimm fagskrifstofur; skrifstofu barnaverndarþjónustu, skrifstofu félagslegs húsnæðis, skrifstofu ráðgjafar, skrifstofu starfsstöðva og þróunar og skrifstofu þjónustu og sértækrar ráðgjafar. Stoðskrifstofur eru tvær; skrifstofa sviðsstjóra og skrifstofa rekstrar.

Starfsmaður í íbúðakjarna
Íbúðakjarninn Kópavogsbraut óskar eftir metnaðarfullum starfsmanni í fullt starf í vaktavinnu þar sem fjórum íbúum er veitt sólarhringsþjónusta. Unnið er á morgun-, kvöld-, helgar- og næturvöktum.
Þjónusta við íbúa er einstaklingsmiðuð með áherslu á valdeflandi samskipti og stuðning bæði innan sem utan heimilis. Unnið er út frá hugmyndafræðum um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Einstaklingsmiðaður, persónulegur stuðningur við íbúa í samræmi við verklag og þjónustuáætlanir
- Vera íbúum góð fyrirmynd
- Stuðla að auknu sjálfstæði og samfélagsþátttöku íbúa
- Samvinna við starfsfólk og aðstandendur
- Almennt heimilishald
- Fjölbreytt verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Félagsliði, nám á framhaldsskólastigi og/eða reynsla af vinnu með fötluðu fólki æskilegt
- Reynsla af starfi með fólki með einhverfu er kostur
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Hæfni í samskiptum og samstarfi
- Framtakssemi, áreiðanleiki og sjálfstæði
- Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
- Góð aðlögunarhæfni
- Geta til að starfa undir álagi
- Almenn ökuréttindi
Auglýsing birt12. ágúst 2025
Umsóknarfrestur26. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Vallakór 4, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiÖkuréttindiSjálfstæð vinnubrögðSveigjanleikiVinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Frístund - hlutastörf
Seltjarnarnesbær

NPA aðstoðarkona - vaktavinna 100%
aðstoðarkona

Stuðningsfulltrúi í Arnarskóla – Sérhæfður stuðningur fyrir nemendur með mikla stuðningsþörf
Arnarskóli

Skipulögð og jákvæð aðstoðarkona og aðstoðar verkstjórnandi óskast
FOB ehf.

Skrifstofustjóri - Geðheilsuteymi austur
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla í ágúst
Arnarskóli

Starfsmaður í Smart líkamsrækt Sunnuhlíð
Sunnuhlíð

Heimastuðningur Norðurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skemmtilegt starf stuðningsfulltrúa í 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skipulögð og áreiðanleg aðstoðarkona óskast
NPA miðstöðin

Símsvörun - þjónustuver
Teitur

Sérhæfður aðstoðarmaður á skilunardeild
Landspítali