Sunnuhlíð
Sunnuhlíð
Sunnuhlíð

Starfsmaður í Smart líkamsrækt Sunnuhlíð

Við leitum eftir einstaklingum til starfa í Smart líkamsrækt Sunnuhlíð þar sem boðið er upp á frábæra aðstöðu til heilsueflingar fyrir 60 ára og eldri. Um er að ræða 25% starfshlutfall og ráðið verður í tvær stöður. Önnur staðan er afleysingastarf til 5 mánuða en staðan losnar líklega til lengri tíma um fjórum mánuðum eftir að afleysingatímabili líkur. Hin staðan er hugsuð sem framtíðarstaða.

Unnið er mánudaga og fimmtudaga milli 15.00 og 18.00, annan hvern þriðjudag 15.00 – 18.00 og annan hvern laugardag 9.00 – 12.00. Starfið hentar vel fyrir einstaklinga sem stunda nám í sjúkraþjálfun eða íþróttafræði eða hafa annars konar bakgrunn og áhuga sem tengist hreyfingu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í seinni hluta ágústmánaðar.

Starfið felur í sér að taka á móti gestum Smart líkamsræktar og vera þeim innan handar við æfingar í tækjasal, setja upp æfingaprógrömm og kenna á tækin. Starfinu fylgir einnig að hafa umsjón með hóptímum auk annarra daglegra starfa sem viðkoma líkamsræktinni, svo sem tímabókanir, símsvörun, sala á kortum í líkamsræktina og frágangur.

Við leggjum áherslu á jákvæð samskipti, fagleg vinnubrögð og góðan liðsanda og hvetjum áhugasama til að senda okkur umsókn.

Helstu verkefni og ábyrgð

Uppsetning æfingaprógramma

Hópþjálfun í smáum hópum

Kennsla á æfingatæki

Önnur störf sem viðkoma Smart líkamsrækt Sunnuhlíð

Menntunar- og hæfniskröfur

Nám eða reynsla sem tengist hreyfingu

Góð færni í mannlegum samskiptum

Jákvæðni og sveigjanleiki

Gott vald á íslensku

Fríðindi í starfi

Heilsuræktarstyrkur

Auglýsing birt11. ágúst 2025
Umsóknarfrestur20. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kópavogsbraut 1C, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar