

Starfsmaður í Hertex Akureyri
Hertex verslun Hjálpræðishersins á Akureyri leitar að jákvæðum, ábyrgum og þjónustulunduðum starfsmanni til 100% starfs. Um er að ræða fjölbreytt og gefandi starf í hlýlegu starfsumhverfi þar sem samfélagsleg ábyrgð og virðing eru í fyrirrúmi.
Vinnutími er eftir samkomulagi.
Verðmerkingar á fatnaði og öðrum vörum
Flokkun á fatnaði og vörum
Verkstjórn og samskipti við sjálfboðaliða
Móttaka og þjónusta við viðskiptavini
Uppgjör í lok hvers dags/ saman með Búðarstjóra
Almenn tilfallandi störf í verslun og þjálfun sjálfboðaliða.
Góð kunnátta í íslensku ritað og talað.( Skilyrði )
Bílpróf ( Skilyrði )Tölvu kunnátta er nauðsynleg ásamt því að hafa ríka þjónustulund og jákvætt viðmót
Úrræðagóð og sjálfstæð vinnubrögð
Heiðarleiki og nákvæmni í starfi
Geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi.
Íslenska
Enska










