
Bernharð Laxdal
Bernharð Laxdal er elsta starfandi kvennfataverslun landsins, en fyrirtækið var stofnað á Akureyri af samnefndum manni, árið 1938. Þegar fyrsti stórmarkaður landsins tók til starfa haustið 1960, í Kjörgarði við Laugavegi 59 í Reykjavik, með rúllustigum og hvaðeina, opnaði Bernharð Laxdal þar glæsilega verslun á annari hæð. Margir tryggir viðskiptavinir verslunarinnar, eiga hlýjar minningar frá þeim tíma, þegar fermingarkápan var keypt hjá Bernharð Laxdal í Kjörgarði.
Árið 1982 flutti verslunin í þá nýbyggt glæsilegt húsnæði á götuhæð við Laugavegi 63, þar sem hún starfar enn í dag. Í Mai 2001 tóku núverandi eigendur Guðrún R. Axelsdóttir og Einar Eiríksson við rekstrinum, en fram að þeim tíma hafði fyrirtækið verið í eigu sömu fjölskyldu
Starfsmaður í kvenfataverslun - Hlutastarf
Bernharð Laxdal leitar að söludrifnum starfsmanni í verslunina okkar Skipholti.
Verkefni starfsmannsins eru einna helst þjónusta við viðskiptavini, en okkar verslun leggur mikla áherslu á góða og faglega þjónustu. Gott er fyrir viðkomandi starfsmann að hafa áhuga á fötum, tísku og hafa gott auga fyrir útstillingu, auk góðrar tölvukunnáttu. Verkefnin geta orðið fleiri eftir því sem líður á.
Starfshlutfall er samkomulag, en viðkomandi verður að geta unnið nokkra laugardaga í mánuði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fagleg og persónuleg þjónusta við viðskiptavini
- Vörumóttaka og skráning í DK
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla úr öðrum verslunarstörfum æskileg (ekki nauðsynleg)
- Góð samskiptahæfni og þjónustulund
- Áreiðanleiki og stundvísi
- Jákvæðni og metnaður
- Mjög góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
- Fatapeningur
- Afsláttur af vörum í búðinni
- Afslappað vinnuumhverfi
Auglýsing birt13. janúar 2026
Umsóknarfrestur24. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Skipholt 29B, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Kjörbúðin Bolungarvík - verslunarstjóri
Kjörbúðin

Starf í barnavöruverslun á Selfossi
Yrja barnavöruverslun

Verslunarstjóri í verslun
Bitinn

Starfsmaður í verslun
Sven ehf

Sumarstarf í verslun - BYKO Selfossi
Byko

Aðstoðarverslunarstjóri - Akureyri
ILVA ehf

Sölumaður í skartgripaverslun
Jón og Óskar

Söluráðgjafi
Íspan Glerborg ehf.

Söluráðgjafi í lagnadeild í Fagmannaverslun
Húsasmiðjan

Sölufulltrúi fyrir heildverslun - 100% starf
PERFORM

Sölumaður
K2 Bílar ehf

Lyfja Sauðárkróki - þjónusta og ráðgjöf
Lyfja