
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili er stofnun í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.
Höfði var tekin í notkun í tveimur áföngum. Sá fyrri 2.febrúar 1978 en sá síðari á árunum 1990-1992. Á heimilinu búa nú 73 íbúar í hjúkrunarrýmum , auk þess er tvö hvíldar- og skammtímarými á Höfða. Á heimilinu eru einstaklingsíbúðir, hjónaíbúðir og tvískiptar hjúkrunaríbúðir.
Í hinu sameiginlega rými hússins er m.a. eldhús, matsalur, samkomusalur, herbergi fyrir starfs- og sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, hárgreiðslu, fótsnyrtingu, verslun, þvottahús og endurhæfingarrými. Þá er sérstakt rými fyrir dagvistun og skrifstofur. Tvær lyftur eru í húsinu og neyðarkallkerfi úr öllum íbúðum og vistarverum. Ágætt útivistarsvæði er við Höfða; stór lóð með göngustígum, púttvelli og petanqe velli. Setbekkir eru næst heimilinu ásamt bílastæðum. Útsýni frá Höfða er mjög fallegt hvert sem litið . Gott er að fara í gönguferðir á Sólmundarhöfða, niður á Langasand eða upp í skógræktarsvæði Akurnesinga. Fyrir utan dvalarheimlið stendur listaverkið „Grettistak“ eftir Magnús Tómasson.

Starfsmaður í dagdvöl Höfða
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi óskar eftir starfsmanni í dagdvöl.
Á Höfða er rekin dagdvöl fyrir aldraða í 20 almennum dagdvalarrýmum og 5 sérhæfðum dagdvalarrýmum fyrir einstaklinga með heilabilun. Nánari upplýsingar um heimilið er á heimasíðu þess www.dvalarheimili.is.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Félagslegur stuðningur
- Aðstoð við tómstundariðju
- Þátttaka í þjálfun og virkni
- Aðstoð við athafnir daglegs lífs
- Önnur verkefni sem heyra undir dagdvöl
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar
- Jákvæðni, dugnaður og stundvísi
- Reynsla af starfi með öldruðum er kostur
Auglýsing birt25. september 2025
Umsóknarfrestur12. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Sólmundarhöfði 5, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiStundvísi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Tímabundin aðstoðarkona óstast í hlutastarf/ Temporary Part-time Personal assistant
NPA miðstöðin

Aðstoðarkona óskast til starfa
Heiða slf

Aðstoðarkona óskast í fjölbreytt starf
NPA miðstöðin - Ísafjörður

Heimaþjónusta
Seltjarnarnesbær

Aðstoðarkona óskast fyrir unglingsstúlku - hlutastarf
K8

Starfsfólk óskast í vaktavinnu á fjölskylduheimili
Fjölskylduheimilið Hrafnkatla

Spennandi starf í búsetuþjónustu fatlaðs fólks
Kópavogsbær

Stuðningsfulltrúi óskast á íbúðarkjarna
Ás styrktarfélag

Hlutastörf í nýjum íbúðarkjarna.
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Stuðningsfjölskyldur fyrir börn með langvarandi stuðningsþarfir
Sveitarfélagið Árborg

Starf við umönnun á öldrunarlækningadeild L4 og L5 á Landakoti
Landspítali

Starfsfólk óskast í búsetuúrræði Vopnabúrsins
Vopnabúrið