Atlantik
Atlantik
Atlantik

Spennandi og fjölbreytt sumarstörf

Ferðaskrifstofan Atlantik leitar að öflugu og metnaðarfullu sumarstarfsfólki.
Við leitum að fólki sem mun aðstoða verkefnastjóra Atlantik við að undirbúa og skipuleggja ferðir og verkefni. Vinnan fer fram að miklu leyti á skrifstofu Atlantik en einnig þarf að taka á móti hópum og sinna þeim þegar að þeir koma til landsins. Störfin eru fjölbreytt, skemmtileg og gefandi, og eru tilvalin fyrir fólk sem er í námi en einnig getur þetta verið tækifæri til þess að fá reynslu af slíku starfi og möguleiki er á fullu starfi í framhaldinu ef vel gengur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoð við bókanir, úrvinnslu og framkvæmd ferða á Íslandi fyrir farþega skemmtiferðaskipa, hvataferðahópa og önnur tengd verkefni
  • Samskipti við innlenda birgja og erlenda samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi enskukunnátta, íslenska og önnur tungumál kostur
  • Rík þjónustulund, sveigjanleiki og möguleiki á að vinna mikið á álagstímum
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Nákvæmni og skipulagshæfileikar
  • Bílpróf og bíll til umráða er kostur 
Auglýsing birt13. febrúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar