

Sölufulltrúi á ferðaskrifstofu
Aventura er ört vaxandi ferðaskrifstofa sem opnaði á árinu 2019. Við bjóðum Íslendingum spennandi ferðaframboð til allra helstu áfangastaða erlendis með einstöku bókunarkerfi sem finnur hagkvæmustu ferðirnar fyrir viðskiptavini sína.
Við erum að bæta í sterkt söluteymi okkar.
Við leitum að öflugum sölufulltrúa í 100% starf frá 15. mars
Sölufulltrúi sinnir þjónustu og sölu til viðskiptavina ásamt öðrum fjölbreyttum verkefnum tengdum ferðaþjónustu og er reynsla af þjónustustörfum skilyrði.
Vinnutími er frá 08:30 - 16:30 alla virka daga.
Skrifstofa okkar er í Sundagörðum 2, Reykjavík.
Viðkomandi þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Hafa framúrskarandi þjónustulund
- Reynsla af sölustörfum
- Reynsla af ferðaþjónustu mikill kostur
- Vera lausnamiðaður og vinna skipulega
- Hafa metnað fyrir að gera vel fyrir fyrirtækið
- Vera stundvís
- Geta sýnt sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
- Hafa reynslu og þekkingu á vinsælustu áfangastöðum Íslendinga erlendis
- Hafa góða tölvukunnáttu
- Verður að hafa góða íslensku og enskukunnáttu í rituðu og töluðu máli
- Geta hafið störf 15. mars
- Vera reyklaus
Ert þú rétta manneskjan til að ganga til liðs við okkur ?
Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurdís Camas, [email protected]
· Sala ferða
· Samskipti við viðskiptavini
· Móttaka á greiðslum
· Önnur tilfallandi verkefni
- Reynsla úr ferðaþjónustu er mikill kostur
- Reynsla af sölustörfum
- Hafa framúrskarandi þjónustulund, góða framkomu og hæfni í mannlegum samskiptum
- Lausnamiðuð og skipulögð vinnubrögð
- Metnaður fyrir að gera vel fyrir fyrirtækið
- Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
- Áhugi á ferðalögum
- Góð tölvukunnátta, sérstaklega á Microsoft Office
- Verður að hafa góða íslensku og enskukunnáttu í rituðu og töluðu máli













