
Icelandia
Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun. Undir vörumerki Icelandia starfa:
Activity Iceland,
Almenningsvagnar Kynnisferða,
Bílaleiga Kynnisferða – Enterprise Rent-A-Car,
Dive.is,
Flybus,
Garðaklettur,
Hópbifreiðar Kynnisferða,
Icelandic Mountain Guides,
Reykjavik Excursions
Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
Activity Iceland hefur boðið upp á sérferðir á breyttum bílum og lúxusferðir.
Almenningsvagnar Kynnisferða eiga 58 strætisvagna og sjá um viðhald og rekstur þeirra. Félagið sinnir akstri á 11 leiðum fyrir Strætó bs á höfuðborgarsvæðinu.
Enterprise Rent-A-Car er stærsta bílaleiga í heimi og starfar hér á landi undir vörumerki Icelandia. Félagið er með um 1.000 bíla í rekstri í langtíma- og skammtímaleigu.
Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að vera fimm stjörnu PADI köfunarskóli.
Flybus býður upp á akstur á milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Garðaklettur á og sér um viðhald og rekstur á dráttarbílum ásamt því að sinna vörubílaakstri.
Hópbifreiðar Kynnisferða heldur utan um rekstur hópbifreiða af öllum stærðum.
Icelandic Mountain Guides hafa verið í fararbroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á sviði afþreyingar, göngu- og fjallaferðum og bjóða meðal annars upp á fjórhjólaferðir, jöklaferðir og styttri og lengri gönguferðir.
Reykjavik Excursions er eitt elsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og býður upp á dagsferðir í Bláa Lónið, Gullna hringinn, Jökulsárlón, norðurljósa ferðir og margt fleira.
Icelandia leitar að áhugasömu starfsfólki sem nýtir þekkingu og reynslu í daglegum störfum í jákvæðu starfsumhverfi.
Fyrirtækið er ISO 14001 vottað og er það markmið okkar að nálgast náttúruna með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Ferðasérfræðingur - rekstur og hópar
Ferðaskrifstofa Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun. Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
Ferðaskrifstofa Icelandia leitar að söludrifnum og skipulögðum einstaklingi með mikla samskiptahæfileika í starf ferðasérfræðings í hópadeild. Ferðasérfræðingur ber ábyrgð á undirbúningi ferða, mönnun, tilboðsgerð og bókunum fyrir viðskiptavini og svarar fyrirspurnum sem berast. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Undirbúningur ferða m.a. umsjón bókana, mönnun í ferðir og skipulagning.
- Úrvinnsla hópabeiðna í samstarfi við hótel og afþreyingafyrirtæki
- Utanumhald hópa frá bókun þar til reikningur er sendur.
- Umsjón með vaktsíma 5. hverja viku.
- Tilboðsgerð og samningar við hótel og gistirými.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af sambærilegum störfum er skilyrði.
- Víðtæk þekking á staðháttum á Íslandi ásamt framboði á þjónustu og afþreyingu.
- Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli er skilyrði. Íslenskunnátta er æskileg.
- Mjög góð skipulags- og samstarfshæfni.
Fríðindi í starfi
- Fjölbreytt og skapandi verkefni í ört vaxandi vinnuumhverfi.
- Frábær vinnuaðstaða og sveigjanleiki.
- Líkamsræktarstyrkur og sálfræðistyrkur.
- Möguleikar á þróun í starfi.
Auglýsing birt14. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Valkvætt
Staðsetning
Klettagarðar 12, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiSamningagerðSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)

Þjónustufulltrúi í Þjónustuver Avis - 100% Starf
Avis og Budget

Are you our Kaykak Guide?
Tröll Expeditions

Yfirmaður þrifadeildar / Housekeeping manager
Íslandshótel

Stafsmaður á Öryggisbát
Jökulsárlón Ferðaþjónusta ehf.

Þjónustufulltrúar - sumarstörf
Náttúruverndarstofnun

Umsjónaraðili tjóna / Damage Handler
Go Leiga

Sumarstarf 2025 - Ökuleiðsögumaður/Prívat Lúxus ferðir
Deluxe Iceland

Head of Sales/Destination Experts
Nordic Luxury

Starfsmaður í áætlanagerð flugáhafna
Air Atlanta Icelandic

Hiking Guide Arctic Adventures
Arctic Adventures

Þjónustufulltrúi
Okkar bílaleiga

Landvörður við Hengifoss
Fljótsdalshreppur