PLAY
PLAY
PLAY

Þjónustufulltrúi

Við leitum að jákvæðum og lausnamiðuðum þjónustufulltrúa til að þjónusta viðskipavini PLAY í samræmi við þjónustustefnu flugfélagsins. Viðkomandi verður hluti af sterkri liðsheild þar sem teymisvinna og samskiptahæfileikar eru lykilatriði.

PLAY leggur áherslu á rafrænar lausnir og rafræn samskipti og því er mikilvægt að viðkomandi búi yfir framúrskarandi færni í ritaðri ensku og íslensku.

Við erum að leita af einstaklingum í fullt starf. Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er á 2-2-3 vaktakerfi, vinnutími er frá 08:00-20:00.

Þjónustuteymi PLAY samanstendur af hressum og skemmtilegum einstaklingum sem eiga það öll sameiginlegt að hafa gaman að samskiptum við fólk. Við leggjum mikla áherslu á góðan starfsanda og erum dugleg að gera okkur glaðan dag.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta og samskipti við viðskipavini í gegnum tölvupóst, netspjall og samfélagsmiðla
  • Úrvinnsla á farþegakröfum
  • Tryggja að unnið sé í samræmi við þjónustustefnu PLAY
  • Upplýsingagjöf til viðskiptavina
  • Samskipti við aðrar deildir innan PLAY
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi þjónustulund, sveigjanleiki og lausnamiðuð nálgun
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Jákvæðni og góð samskiptafærni
  • Hreint sakavottorð
Auglýsing birt17. febrúar 2025
Umsóknarfrestur2. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar