Icelandia
Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun. Undir vörumerki Icelandia starfa:
Activity Iceland,
Almenningsvagnar Kynnisferða,
Bílaleiga Kynnisferða – Enterprise Rent-A-Car,
Dive.is,
Flybus,
Garðaklettur,
Hópbifreiðar Kynnisferða,
Icelandic Mountain Guides,
Reykjavik Excursions
Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
Activity Iceland hefur boðið upp á sérferðir á breyttum bílum og lúxusferðir.
Almenningsvagnar Kynnisferða eiga 58 strætisvagna og sjá um viðhald og rekstur þeirra. Félagið sinnir akstri á 11 leiðum fyrir Strætó bs á höfuðborgarsvæðinu.
Enterprise Rent-A-Car er stærsta bílaleiga í heimi og starfar hér á landi undir vörumerki Icelandia. Félagið er með um 1.000 bíla í rekstri í langtíma- og skammtímaleigu.
Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að vera fimm stjörnu PADI köfunarskóli.
Flybus býður upp á akstur á milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Garðaklettur á og sér um viðhald og rekstur á dráttarbílum ásamt því að sinna vörubílaakstri.
Hópbifreiðar Kynnisferða heldur utan um rekstur hópbifreiða af öllum stærðum.
Icelandic Mountain Guides hafa verið í fararbroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á sviði afþreyingar, göngu- og fjallaferðum og bjóða meðal annars upp á fjórhjólaferðir, jöklaferðir og styttri og lengri gönguferðir.
Reykjavik Excursions er eitt elsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og býður upp á dagsferðir í Bláa Lónið, Gullna hringinn, Jökulsárlón, norðurljósa ferðir og margt fleira.
Icelandia leitar að áhugasömu starfsfólki sem nýtir þekkingu og reynslu í daglegum störfum í jákvæðu starfsumhverfi.
Fyrirtækið er ISO 14001 vottað og er það markmið okkar að nálgast náttúruna með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Umsjón lengri ferða - sumarstarf
Ferðaskrifstofa Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun. Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
Starfið felur í sér samskipti og upplýsingagjöf til viðskiptavina, undirbúning og framkvæmd ferða s.s. gönguferða á Laugavegi. Leitað er að sjálfstæðum og nákvæmum einstakling. Þekking á landinu er nauðsyn, reynsla af leiðsögn er stór kostur sem og áhugi á gönguferðum og hvers konar útivist. Bílpróf er nauðsynlegt.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Upplýsingagjöf til viðskiptavina.
- Gagnagerð.
- Upplýsingagjöf til leiðsögumanna.
- Bókun þjónustu.
- Samskipti við birgja.
- Önnur störf sem yfirmaður felur starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð íslensku og enskukunnátta.
- Þekking á hálendi Íslands.
- Nákvæmni í vinnubrögðum.
- Ábyrg vinnubrögð.
- Góð tölvufærni.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
Fríðindi í starfi
- Fjölbreytt verkefni í ört vaxandi vinnuumhverfi.
- Möguleikar á vöxt í starfi.
Auglýsing birt4. febrúar 2025
Umsóknarfrestur25. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Klettagarðar 12, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn tölvufærniMannleg samskiptiVandvirkniÞekking á hálendi Íslands
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)
Sölumaður - Prívat lúxusferðir
Deluxe Iceland
Undirbúningur ferða - sumarstarf
Icelandia
Afgreiðsla í Keflavík
Icelandia
Flugþjónustufólk - Akureyri
Icelandair
Sölufulltrúi Hertz Reykjavík
Hertz Bílaleiga
Farþegaumsjón - Sumarstarf
PLAY
Afgreiðslu og sölufulltrúi í Reykjavík
Avis og Budget
SUMARSTÖRF Á FJÁRMÁLASVIÐI
Travel Connect
Spennandi sumarstörf hjá TVG og Gáru
TVG-Zimsen
Ferðaráðgjafi
Tour.is
Umsjón áætlunarrúta
Trex Travel Experiences
Sumarstarf í ferðaþjónustu
Eskimos Iceland