Netters ehf.
Netters er í ráðgjöf, þjónustu og sölu á búnaði í net- og öryggismálum ásamt því að þróa hugbúnaðarlausnir fyrir viðskiptavini á Íslandi og erlendis. Netters er í nýsköpun.
Sölustjóri Netters
Við hjá Netters erum að leita af metnaðarfullum og öflugum sölustjóra til að bætast í okkar frábæra teymi. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu. Við þjónustum bæði lítil og stór fyrirtæki með tæknilausnir og leitum að einstaklingi sem hefur reynslu og þekkingu á þessum markaði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta viðskiptavini með pantanir og ráðgjöf um hvaða tæknilausnir henta best fyrir þeirra rekstur.
- Samskipti við viðskiptavini og birgja til að tryggja bestu lausnir fyrir viðskiptavini okkar.
- Byggja upp og viðhalda sterkum tengslum við viðskiptavini með áherslu á langtímasambönd.
- Þátttaka í mótun framtíðarsýnar fyrirtækisins.
- Þekkja markaðinn og nýta sér þá reynslu og innsýn til að sækja fram til af afla nýrra tækifæra.
- Uppbygging á sölusviði og leiða markaðssetningu félagsins.
- Straumlínulaga og besta ferla.
- Búa til, halda utan um þjónustusamninga og endurnýjanir á núverandi samningum.
- Áætlanagerð og halda utan um tækifæri. Sjá ný tækifæri með nýjum lausnum.
- Verkefnastýring á stærri verkefnum og innleiðingum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hefur reynslu af sölu á tæknilausnum eða hefur starfað sem tæknimaður/netmaður.
- Æskilegt að búa yfir þekkingu á net- og öryggislausnum, netþjónum, gagnageymslum og/eða vörum frá Cisco.
- Er sjálfstæð(ur), er með öguð og skipulögð vinnubrögð.
- Tekur ábyrgð í verkefnum og fylgir þeim vel eftir.
- Hefur getu til að hugsa út fyrir boxið og koma með nýjar hugmyndir að lausnum.
- Er framúrskarandi í samskiptum og hefur hæfi til þess að vinna sjálfstætt og í teymi.
Fríðindi í starfi
· Frábæra fyrirtækjamenningu sem einkennist af sterkri liðsheild, uppbyggilegum skoðanaskiptum og virðingu í samskiptum.
· Sveigjanlegt og hvetjandi vinnuumhverfi sem býður upp á tækifæri til vaxtar og þjálfunar.
Auglýsing birt23. desember 2024
Umsóknarfrestur10. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Skeifan 11, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar