iClean ehf leitar af liðsauka til að sinna sölumálum
Sölustjóri Óskast til starfa hjá iClean ehf.
Starf Sölustjóra hjá iClean ræstingarþjónustu.
Um er að ræða 100% starf sem unnið er alla virka daga.
Starfslýsing:
- Sala og uppbygging viðskiptatengsla.
- Úthringingar til viðskiptavina.
- Vera í samskiptum við tengiliði verkefna.
- Þátttaka í tilboðs- og samningagerð við viðskiptavini.
- Hafa umsjón með kostnaði verkefna.
- Ýmis tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann.
Vinnufyrirkomulag:
Starfað er á skrifstofu iClean ehf, Skútuvogi 10D
Vinnutími er að öllu jöfnu sveigjanlegur, Skrifstofa er opin frá 08:00 - 16:00
Menntunar- hæfniskröfur:
- Bílpróf.
- Íslensku- eða Ensku kunnáttu í rituðu og töluðu máli.
- Pólskukunnátta er mikill kostur
Kröfur um reynslu:
Æskilegt að umsækjandi hafi reynslu verkstýringu og þekkingu að einhverju leiti af þrifum, reynslu af stjórnun starfsfólks, tölvukunnátta.
- Geta unnið sjálfstætt og agað
- Skipulagshæfni.
- Almenn tölvuvinna svo sem Word, Exel.
Æskilegir eiginleikar:
Við leitum að einstakling með ríka þjónustulund, þægilegt viðmót, markviss vinnubrögð, sjálfstæði,
góða hæfni í mannlegum samskiptum, metnað og vilji til að ná árangri,
heilsuhraust/ur, stundvís, áreiðanleg/ur og heiðaleg/ur.
Ekki eru gerðar sérstakar kröfur um menntun en reynsla af stjórnun og ræstingum er kostur.
Annað:
Umsækjandi þarf að vera orðinn 25 ára.
Umsækjandi þarf að skila inn sakavottorði.