
Ölgerðin
Lykillinn að velgengni fyrirtækja er að hluta fólginn í mannauði þeirra.
Við drögum að og höldum hæfasta starfsfólkinu með hvetjandi fyrirtækjamenningu án fordóma og með áherslu á jafna möguleika. Hjá fyrirtækinu starfar fjölbreyttur hópur af skapandi og framsæknu fólki. Sjálfbærni er samofin menningu, við eyðum allri sóun og nýtum okkur stafræna tækni til umbóta sem skapar okkur samkeppnisforskot.
Við sinnum hverjum viðskiptavini og birgja eins og hann væri okkar eini og setjum aðeins þau vörumerki á markað sem eru, eða hafa möguleika á að vera, fremst í sínum flokki.
Við erum keppnis, gerum hlutina fyrr og betur en aðrir og leggjum metnað í að skapa eftirsóttasta vinnustað landsins.
Markmið Ölgerðarinnar er að hafa yfir að ráða vel menntuðu, hæfu og áhugasömu starfsfólki sem sameiginlega skapar metnaðarfullt og jákvætt vinnuumhverfi. Starfsfólk Ölgerðarinnar stefnir samstíga í átt að framtíðarsýn fyrirtækisins, að verða fyrsta val viðskiptavina og neytenda. Fjölbreyttur bakgrunnur starfsmanna gerir vinnustaðinn skemmtilegan.

Sölumaður í fyrirtækjaþjónustu
Ölgerðin leitar eftir jákvæðri og duglegri manneskju til að starfa sem sölumaður í fyrirtækjaþjónustu Ölgerðarinnar. Fjölbreytt og skemmtilegt starf.
Fyrirtækjaþjónusta Ölgerðarinnar annast sölu og þjónustu drykkjarlausna meðal annars til fyrirtækja.
Hlutverk og ábyrgð
· Sala og ráðgjöf til viðskiptavina
· Tilboðsgerð, pantanir og eftirfylgni
· Samstarf, samskipti og heimsóknir til viðskiptavina
Hæfniskröfur
· Rík Þjónustulund, söluhæfileikar, áreiðanleiki
· Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
· Hæfni í samskiptum og góð framkoma
· Frumkvæði, fagmennska í starfi og þjónustulund
· Góð íslenskukunnátta og tölvufærni
Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember nk.
Við hvetjum fólk af öllum kynjum að sækja um
Auglýsing birt3. nóvember 2025
Umsóknarfrestur17. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Grjótháls 7-11, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Helgar- og hlutastarf í verslun
BAUHAUS slhf.

Söluráðgjafar H&M - Jólastörf
H&M

Sölufulltrúi í verslun - Fullt starf
Mi búðin

Úthringistarf hjá Tryggingamiðlun Ísland
Tryggingamiðlun Íslands

Innkaup- og afgreiðsla
Exton

Söluráðgjafi á heilbrigðissviði
Fastus

Sölufulltrúi (e. Sales Representative for Chemical Products Targeting HoReCa)
Hreinlætislausnir Áfangar

Söluráðgjafar í söluveri Nova
Nova

Verslunarstörf í ELKO Lindum
ELKO

Sölu- og þjónusturáðgjafi - Verslun Akureyri
Sýn

Söluráðgjafi hjá Módern
Módern

Service Consultant for DIY stores in Iceland
Eventforce retail