
VERDI Ferðaskrifstofa
VERDI ferðaskrifstofa varð til við samruna Ferðaskrifstofu Akureyrar ehf. og Tónsports ehf. (VITA Sport).
Sameinað fyrirtæki hóf rekstur undir vörumerkinu VERDI í janúar 2023. Á skömmum tíma hefur VERDI náð mjög sterkri fótfestu á íslenskum ferðaskrifstofumarkaði og vaxið hratt.
VERDI ferðaskrifstofa er með söluskrifstofur á Akureyri og í Kópavogi.
Ferðaskrifstofan VERDI veitir alla almenna ferðaskrifstofuþjónustu.
Við kappkostum að mæta óskum og þörfum viðskiptavina okkar og bjóðum þekkingu og áratuga reynslu starfsmanna í ferðaþjónustu.
Við leitumst eftir því að þjónusta allt landið, hvort sem það eru ferðir frá Keflavíkurflugvelli, Akureyrarflugvelli eða Egilsstaðaflugvelli.
Sumarfríið, vetrarfríið, sportferðir, helgarferðir, hópaferðir, árshátíðaferðir eða hvað sem er.

Sölu- og verkefnastjóri
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi til að bætast við okkar öfluga teymi hjá VERDI ferðaskrifstofu við skipulagningu og sölu ferða.
Starfið er staðsett á söluskrifstofu okkar við Silfursmára 6 - Kópavogi, þar sem aðal áhersla er lögð á íþróttatengdar ferðir sem og almennar hópaferðir.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn sala og afgreiðsla
- Þjónusta við viðskiptavini í gegnum síma og tölvupóst
- Framleiðsla, úrvinnsla og skipulagning á ferðum
- Samskipti við birgja í alþjóðlegu umhverfi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun er kostur.
- Þekking á Amadeus-bókunarkerfið mikill kostur.
- Sjálfstæð vinnubrögð.
- Almenn tölvukunnátta og hæfni í mannlegum samskipum.
- Góð töluð og rituð íslenskukunnátta er skilyrði.
- Góð töluð og rituð enska er skilyrði.
- Stundvísi, áreiðanleiki og heiðarleiki.
Auglýsing birt14. ágúst 2025
Umsóknarfrestur29. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Silfursmári 6
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaAmadeusHreint sakavottorðMannleg samskiptiSamskipti með tölvupóstiSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Hlutastarf í verslun - BYKO Breidd
Byko

Sölustarf (Fullt Starf)
Remember Reykjavik

Sölufulltrúi - Helgarstarf í vetur
Eirvík ehf.

Sölu- og þjónustufulltrúi á skrifstofu
Casalísa

Efnisveitan - sölumaður - eftirfylgni
EFNISVEITAN ehf.

Multiple Positions Available
Efstidalur 2

Vestmannaeyjar: Deildarstjóri í timbursölu
Húsasmiðjan

Sölufulltrúi í verslun - Hlutastarf/fullt starf
Mi búðin

Lífeyris og tryggingaráðgjafi
Tryggingamiðlun Íslands

Sölu- og þjónustufulltrúar í verslun Símans í Ármúla
Síminn

Sölufulltrúi - Hlutastarf um helgar
Heimilistæki ehf

Sölu- og þjónustufulltrúi óskast til Vinnupalla
Vinnupallar