Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Skrifstofustarf - Ráðhús Borgarbyggðar

Borgarbyggð óskar eftir að ráða fulltrúa á skrifstofu Borgarbyggðar í 100% starf.

Borgarbyggð leitar eftir jákvæðum og drífandi einstaklingi í tvískipt starf á skrifstofu Borgarbyggðar. Starfið skiptist í 50% starf launafulltrúa á fjármála- og stjórnsýslusviði og 50% starf fulltrúa á skipulags- og umhverfissviði.

Hlutverk fulltrúa er ýmis umsýsla á viðkomandi sviðum og þar að leiðandi krefst starfið að viðkomandi sé skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum.

Um 100% starf er að ræða og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

Launafulltrúi:

• Launavinnsla og frágangur launa

• Launaröðun og launagreiðslur skv. kjara- og ráðningarsamningum

• Upplýsingagjöf og ráðgjöf varðandi launavinnslu og kjaratengd mál

• Ýmis umsjón og utanumhald í tengslum við launakerfi og upplýsingar

• Ýmsar skýrslugerðir, greiningar, samantektir og úrvinnsla á sviði launa- og kjaramála

Fulltrúi á skipulags- og umhverfissviði:

·       Skráning mannvirkja

·       Utanumhald verkefna m.a. gagnasjá, kortavefsjá og almenn málavinnsla

·       Almenn skjalavinnsla m.a. frágangur funda, gerð reikninga og skjölun

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Menntun sem nýtist í starfi

·       Þekking og reynsla af launavinnslu og kjaramálum

·       Þekking á launakerfi H3 og Vinnustund er kostur

·       Þekking á kerfinu Bygging er kostur

·       Góð kunnátta og færni í Excel

·       Góð íslenskufærni, nákvæm og öguð vinnubrögð

·       Frumkvæði og sjálfstæði

·       Mjög góð almenn tölvukunnátta

·       Þjónustulund, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum

Fríðindi í starfi
  • Frábær vinnuaðstaða og sveigjanleiki
  • 36 klst vinnuvika 
  • Heilsustyrkur til starfsmanna 
Auglýsing birt7. janúar 2025
Umsóknarfrestur21. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Digranesgata 2, 310 Borgarnes
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar