
Andrastaðir
Andrastaðir er heimili fyrir karlmenn sem eiga við fjölþættan vanda að stríða, oft með geðröskun, fíkniefnavanda, þroskaskerðingar, einhverfu og skyldar raskanir og eiga í erfiðleikum með að fóta sig í samfélaginu. Á Andrastöðum er skapað umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að vinna með einstaklinginn út frá hans eigin forsendum og einblína á kosti hans, möguleika, áhugamál og framtíð. Andrastaðir eru á Kjalarnesi.

Skemmtilegt starf í sveitinni
Ert þú drífandi persóna með mikið frumkvæði og vinnur vel í teymi?
Á Andrastöðum erum við með hæfingarúrræði með búsetu ásamt vinnu- og virkniþálfun. Heimilið er fyrir fullorðna karlmenn með fjölþættan geðrænan vanda.
Um er að ræða spennandi starf með íbúunum okkar, ásamt því að geta tekið þátt í uppbyggingu og þróun Andrastaða.
Unnið er í vaktavinnu.
Fyrir frekari upplýsingar um starfið er hægt að hafa samband á netfangið [email protected]
andrastadir.is
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hvetja og styðja þjónustuþega til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni
- Félagslegur stuðningur við þjónustuþega
- Aðstoð við þjónustuþega í daglegum störfum heimilisins, s.s. þrif, matseld o.fl.
- Þátttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir þjónustuþega
- Styðja þjónustuþega í undirbúningi fyrir atvinnulífið, s.s. með námi eða vinnuþjálfun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hæfni til að leita lausna og vinna úr vandamálum
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla af starfi með geðfötluðum æskileg
- Áhugi á málefnum geðfatlaðra
- Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
- Hreint sakavottorð
- Bílpróf skilyrði
Fríðindi í starfi
Akstursstyrkur
Auglýsing birt4. nóvember 2025
Umsóknarfrestur25. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Hólaland 125716, 116 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Ferðaþjónusta fatlaðra - Akstur
Teitur

Aðstoðarmatráður
Brákarhlíð

Looking for a person with horse experience!
NPA miðstöðin

Senior Training Specialist / Sérfræðingur í þjálfun og gæðamálum
Alvotech hf

Starfsfólk í umönnunarstörf í vetur
Sóltún hjúkrunarheimili

Umönnun framtíðarstarf - Laugarás
Hrafnista

Skóla- og frístundaliðar í Krakkaberg - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær

Hláturmild listaspíra óskar eftir aðstoð
NPA miðstöðin

Ráðgjafi á meðferðarheimilinu Lækjarbakka
Barna- og fjölskyldustofa

Frístundaleiðbeinandi með stuðning
Hrafninn frístundaklúbbur

Umönnun - Sólvangur
Sólvangur hjúkrunarheimili

Teymisstjóri óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið