
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum er sjálfseignastofnun. Miðstöðin er leiðandi á sínu sviði og leggur metnað í að skapa gott andrúmsloft bæði fyrir viðskiptavini og starfsmenn.

Ráðgjafi í starfsendurhæfingu
Langar þig að vinna á lifandi og hvetjandi vinnustað þar sem samvinna og mannlegur stuðningur skipta máli?
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum óskar eftir drífandi og metnaðarfullum starfsmanni til að ganga til liðs við teymið í Samvinnu starfsendurhæfingu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita ráðgjöf og stuðning við einstaklinga í starfsendurhæfingu
- Taka virkan þátt í teymisvinnu með sérfræðingum á sviðinu
- Útbúa og fylgja eftir endurhæfingaráætlunum
- Skipuleggja og halda utan um námskeið og fræðslu
- Taka þátt í fjölbreyttum þróunarverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda og starfsleyfi landlæknis
- Þekking og reynsla af einstaklingsráðgjöf og/eða starfsendurhæfingu
- Góð innsýn í atvinnulífið og reynsla af því er kostur
- Sjálfstæð og sveigjanleg vinnubrögð
Við leitum að einstaklingi sem býr yfir framúrskarandi þjónustulund, hefur sterka samskiptahæfileika, er skapandi í hugsun og drifinn áfram af árangri.
Auglýsing birt28. október 2025
Umsóknarfrestur11. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Krossmói 4a, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (6)

Ráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Afgreiðslustarf í Lyfjaveri
Lyfjaver

Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skemmtilegt starf í búsetukjarna fyrir fatlað fólk
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar

Starfsmaður á sviði stjórnmála, menningar og samskipta
Norska sendiráðið

Starfsfólk óskast í vaktavinnu á fjölskylduheimili
Fjölskylduheimilið Hrafnkatla