Sjúkraþjálfari á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara í 100% starf á Selfossi.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.
Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.
Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn störf sjúkraþjálfara - skoðun, greining, meðferð, þjálfun og fræðsla
- Tekur þátt í gerð þjálfunaráætlunar og endurhæfingu
- Ráðgjöf og umsóknir um hjálpartæki
- Skráning og skýrslugerð
- Þátttaka í þverfaglegum teymum
- Sjúkraþjálfarar vinna í miklu samstarfi við iðjuþjálfa HSU
- Þátttaka í umbótastarfi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Áhugi á þróun og uppbyggingu faglegs starfs
- Jákvætt viðmót, sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
- Mjög góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt20. janúar 2025
Umsóknarfrestur3. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Árvegur 161836, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)