Sérkennslustjóri
Laust er til umsóknar starf sérkennslustjóra í Ævintýraborg við Eggertsgötu. Leikskólinn er 5 deilda með 85 börn á aldrinum 1-6 ára. Leikskólinn vinnur eftir hugmyndafræði Reggio Emilia og leggur mikla áherslu á virðingu og vellíðan. Virkilega spennandi verkefni í gangi og frábært samstarfsfólk.
Sérkennslustjóri sér um skipulagningu á starfi stuðningsaðila sem sjá um stuðning með einstökum börnum. Sérkennslustjóri sér um fundi með fagaðilum og foreldrum og situr deildarfundi og gefur starfsmönnum deildar ráðgjöf varðandi einstök börn.
Um er að ræða 75-100% starf sem laust er nú þegar eða eftir samkomulagi.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
- Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra.
- Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskóla
- Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli sérkennsluráðgjafa/sérkennslufulltrúa leikskóla og starfsmanna leikskólans.
- Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu.
- Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg
- Reynsla af sérkennslu
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
- Íslenskukunnátta B2 skv. samevrópska tungumálarammanum
- Menningarkort – bókasafnskort.
- Sundkort.
- Samgöngustyrkaur.
- Heilsuræktarstyrkur.
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf.