Víkurskóli
Víkurskóli

Þroskaþjálfi eða einstaklingur með sambærilega menntun og/eða reynslu

Víkurskóli, Vík í Mýrdal, óskar eftir að ráða þroskaþjálfa eða einstakling með sambærilega menntun og/eða reynslu í 80-100% starf.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Utanumhald með þjálfun, skráningu, og endurmati nemenda
  • Vinna við einstaklingsnámskrár og námsmat
  • Samstarf við fagaðila innan sem utan skólans og foreldra/forráðamenn
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi, s.s. þroskaþjálfa-, atferlisþjálfunarmenntun, kennaramenntun eða önnur sambærileg menntun
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti


Um Víkurskóla:
Í Víkurskóla er leitast við að búa nemendum hvetjandi námsumhverfi. Áhersla er lögð á samstarf allra aðila skólasamfélagsins og fjölbreytta kennsluhætti. Víkurskóli er heilsueflandi skóli og vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar, Uppeldi til ábyrgðar. Víkurskóli er jafnframt einn af jarðvangsskólum Kötlu Geopark. Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans. Skólinn hefur um árabil tekið þátt í fjölþjóðlegu samstarfi í gegnum Erasmus+.
Nánari upplýsingar um skólann má finna á www.vikurskoli.is.


Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Allir einstaklingar sem ráðnir eru til starfa hjá Víkurskóla þurfa að gefa heimild til upplýsingaröflunar úr sakaskrá. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélagi Íslands.

Aðstoð er veitt við að útvega húsnæði á svæðinu.

Nánari upplýsingar um starfið veita Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is) og Birna Dís Bergsdóttir (birna@intellecta.is) í síma 511 1225

Auglýsing birt11. október 2024
Umsóknarfrestur28. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Mánabraut 3, 870 Vík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þroskaþjálfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar