Leikskólinn Vinagerði
Leikskólinn Vinagerði
Leikskólinn Vinagerði

Leikskólakennari/leiðbeinandi

Leikskólinn Vinagerði er þriggja deilda leikskóli með 60 börnum og starfar í anda Reggio Emilia. Sú kennslufræði byggir á virkri þátttöku barna og er lögð mikil áhersla á rétt barnsins til að vera einstakt.

Leiðarljós leikskólans eru gleði, hvatning og nærgætni.

Leikskólinn Vinagerði er við Langagerði 1, miðsvæðis í borginni og liggur vel við samgönguleiðum. Í nánasta umhverfi eru fallegar gönguleiðir og staðir sem gaman er að njóta.

Áhersla er lögð á skapandi starf, frjálsan leik og að umhverfi barnanna veki forvitni og vellíðan. Við nýtum skapandi og náttúrulegan efnivið en auk þess er boðið upp á gott úrval af vönduðu leikefni bæði innan dyra og utan. Útileiksvæði er gott og vel skipulagt.

Síðustu 2 árin höfum við verið í þróunarverkefni með 4 öðrum skólum í innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Nú í vor erum við Réttindaskóli og höldum áfram að byggja upp með börnunum lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa þeim að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi.

Í Vinagerði starfar metnaðarfullur hópur af fólki með fjölbreytta menntun.

Leikskólinn starfar undir Norðurmiðstöð sem er okkar þjónustumiðstöð og nýtur stuðnings fagfólks þeirra og samstarfs.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Við hvetjum alla áhugasama til að koma í heimsókn og kíkja á heimasíðuna og Instagram síðu Vinagerði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna 
  • Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs 
  • Foreldrasamstarf undir stjórn deildarstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun eða önnur háskólamenntun.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
  • Góð íslenskukunnátta C1
Fríðindi í starfi
  • Stytting vinnuvikunnar; 36 stunda vinnuvika
  • Frír hádegismatur
  • Sundkort sem veitir ókeypis aðgang að 7 sundlaugum
  • Menningarkort sem veitir ókeypis aðgang að söfnum borgarinnar
  • Samgöngustyrkur
  • Líkamsræktarstyrkur
Auglýsing birt30. október 2024
Umsóknarfrestur22. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Langagerði 1, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar