
Lota
Lota er framsækið þekkingar- og þjónustufyrirtæki á sviði verkfræði og ráðgjafar. Stofuna má rekja allt til ársins 1960 og sú reynsla sem skapast hefur í gegnum árin endurspeglast í þeim lausnum og þjónustu sem við veitum stórum hópi viðskiptavina okkar úr einkageiranum sem og hinu opinbera. Við erum blandaður hópur af góðu fólki sem finnst skemmtilegt að veita einfaldar, áreiðanlegar og skýrar lausnir fyrir viðskiptavini okkar.
Lota hefur vaxið frá því að vera lítil sérhæfð rafmagnsverkfræðistofa yfir í framsækið þjónustufyrirtæki. Starfsemin tengist enn raforkumálum svo sem flutningi, dreifingu og framleiðslu, auk þess sem Lota þjónustar stóra viðskiptavini í ferðaþjónustu, iðnaði og viðkvæmum rekstri á borð við spítala og gagnaver. Lota býr yfir mikilli þekkingu og reynslu í flóknum iðnstýringum, loftræsti -og kælikerfum, bruna- og öryggishönnun. Þá hafa mörg verkefni Lotu verið í áætlanagerð, fýsileikagreiningum, verkefnaþróun og verkefnastýringu.

Sérfræðingur í orkuteymi Lotu
Við leitum að rafmagnsverkfræðingi eða rafmagnstæknifræðingi í orkuteymi Lotu. Þú hannar og greinir rafdreifikerfi og orkuvirki, býrð til útboðsgögn, verklýsingar og kostnaðaráætlanir, fylgir verkefnum eftir á verkstað, sinnir mælingum, úttektum og eftirliti. Þú vinnur náið með teymi og viðskiptavinum og kemur lausnum frá hugmynd í rekstur — fyrir áreiðanleg kerfi, bæði í dag og til framtíðar.
Áhugi á faginu og vönduð vinnubrögð skipta máli; við styðjum við þína faglegu þróun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun og greining rafdreifingar og orkuvirkja
- Gerð útboðsgagna, verklýsinga og kostnaðaráætlanna
- Mælingar og eftirlit með verkefna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Rafmagns- verkfræði eða tæknifræði
- Reynsla af hönnun orkuvirkja er kostur
- Lausnamið- uð/að/aður með næmt auga fyrir smáatriðum.
- Vinnur sjálfstætt en elskar að vinna í hóp.
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum
Fríðindi í starfi
Við bjóðum upp á frábært samstarfsfólk
Tækifæri til þróunar og fræðslu
Samgöngustyrk, íþróttastyrk og stuðning við andlega heilsu
Sveigjanlegan vinnutíma
Auglýsing birt16. september 2025
Umsóknarfrestur7. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Guðríðarstígur 2-4 4R, 113 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (11)

Verkefnastjóri/-stýra framkvæmda
Landsnet hf.

Verkfræðingur eða tæknifræðingur í rekstri raforkukerfa
Rio Tinto á Íslandi

Sérfræðingur í stjórnbúnaði
Hitatækni ehf

Þjónustumaður – John Deere þjónusta
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Deildarstjóri tækni og reksturs GAJA
Sorpa bs.

Manufacturing Engineer
Teledyne Gavia ehf.

Service Technician
Teledyne Gavia ehf.

Rafvirki/tæknimaður
Rými

Verkvirki
Norðurál

Rafvirkjar
ÍAV

Rafvirki
Raf-x