
ÍAV
ÍAV - Íslenskir aðalverktakar hf. voru stofnaðir 31. maí 1997 með yfirtöku ákveðinna eigna og skuldbindinga, ásamt öllum verksamningum Íslenskra aðalverktaka sf. sem þá höfðu starfað sem verktakar á varnarsvæðum hérlendis allt frá 1954.
Frá þeim tíma til dagsins í dag hafa orðið verulegar breytingar á rekstri og stjórnskipulagi félagsins en félagið stefnir markvisst að því að vera alhliða fyrirtæki á öllum sviðum mannvirkjagerðar bæði hvað varðar nýsköpun, fjármögnun og framkvæmdir.
ÍAV er eitt stærsta og öflugasta verktakafyrirtæki landsins og er félagið öflugur þátttakandi á öllum sviðum byggingariðnaðar og mannvirkjagerðar hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, opinberar byggingar, jarðgangagerðar, jarðvinnu eða gatnagerð.
ÍAV hf er nú alfarið í eigu Marti Holding AG frá Sviss sem var stofnað 1922. Marti Holding á um 80 fyrirtæki víðsvegar um heim sem eru öll rekin sem sjálfstæðar einingar.

Rafvirkjar
ÍAV óskar eftir að ráða öfluga rafvirkja / rafvirkjanema til starfa hjá félaginu á höfuðborgarsvæðinu sem og á suðurnesjum.
Hjá ÍAV starfa um og yfir 30 rafvirkjar og nemar, fjölbreytt verkefni eru í boði og góð verkefnastaða, um er að ræða ýmiskonar þjónustu við fyrirtæki, bæði nýlagnir og endurnýjun, töflusmíði, raflagnir í iðnaðarbyggingar, allskonar lág.- og smáspennulagnir sem dæmi. Verkefni ýmist unnin í uppmælingu eða tímavinnu.
Hjá ÍAV er öflugt starfsmannafélag sem er með reglulega viðburði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinsbréf í iðngreininni æskilegt, ekki skilyrði.
- Sjálfstæði, öguð og vönduð vinnubrögð.
- Frumkvæði og lipurð í mannlegum samskiptum
Auglýsing birt22. ágúst 2025
Umsóknarfrestur22. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Ferjutröð 2060-2064 2060R, 235 Reykjanesbær
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Þjónustumaður við kæli- og frystikerfi á Akureyri
Frost

Iðnmenntaðir einstaklingar
Eldberg ehf.

Rafvirki á rafmagnsverkstæði ON
Orka náttúrunnar

Þjónustudeild Blikksmiðsins hf.
Blikksmiðurinn hf

Bifvélavirki fyrir Max1/Vélaland
MAX1 | VÉLALAND

Sérfræðingur í vélarafmagni
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Bifvélavirki fyrir Velti
Veltir

Óskum eftir starfsmanni í kjötvinnslu
Esja Gæðafæði

Tæknimaður í uppsetningu, viðgerðum og þjónustu á prenturum
OK

Rafkló leitar að öflugum rafvirkja í teymið okkar
Rafkló

Rafvirki
Raf-x

Sérfræðingur í hússtjórnarkerfum
COWI