Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Sérfræðingur í málefnum barna

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í málefnum barna.

Sérfræðingar í málefnum barna er starfa hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu veita þjónustu við öll sýslumannsembætti og sinna verkefnum á landsvísu og er staðsetning sérfræðings án staðsetningar.

Verkefni sérfræðings í málefnum barna er að veita sáttameðferð til aðstoða við að lausn ágreiningsmála vegna barna, veita ráðgjöf, liðsinni og álit m.a. vegna umgengni, forsjár eða búsetu barna, eiga viðtöl við börn, hafa eftirlit með umgengni og veita ráðgjöf vegna ættleiðinga.

Sérfræðingur í málefnum barna annast sáttameðferð þegar foreldrar deila um umgengni, forsjá eða búsetu barna í málum hjá sýslumönnum. Við sáttameðferð er beitt viðurkenndum aðferðum til að leita sátta í ágreiningsmálum innan marka barnalaga. Sérfræðingur veitir einnig foreldrum og börnum sérfræðiráðgjöf í málum barna hjá sýslumönnum er varða umgengni, forsjá, búsetu og stöðu barns við fráfall foreldris. Sérfræðingur sinnir viðtölum við börn og hefur eftirlit með umgengni við börn.

Sérfræðingur veitir liðsinni við meðferð máls á grundvelli barnalaga hjá sýslumanni, sem getur meðal annars falist í að rannsaka hvaða tilhögun umgengni er barni fyrir bestu og setja fram álit og mat á því. Þá er veitt ráðgjöf vegna ættleiðinga.

Vinna sérfræðings er unnin í samstarfi teymis sérfræðinga í málefnum barna og lögfræðinga sýslumanns. Í boði er krefjandi og gefandi starf á vinnustað þar sem áhersla er lögð á virðingu, traust og samvinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita þjónustu við öll sýslumannsembætti á landsvísu er varðar mál skv. barnalögum.
  • Aðstoða foreldra við úrlausn ágreiningsmála, veita ráðgjöf og liðsinni.
  • Álit og mat, m.a. á því hvaða umgengni er barni fyrir bestu. 
  • Sáttameðferð vegna ágreinings varðandi m.a. umgengni, forsjá eða búsetu barna.
  • Sérfræðiráðgjöf vegna málefna barna.
  • Viðtöl við aðila máls, foreldra og börn.
  • Skýrslur og rökstuddar greinargerðir um ágreiningsmál er varða börn. 
  • Eftirlit með umgengni.
  • Ráðgjöf vegna ættleiðinga.
  • Teymisvinna sérfræðinga og löglærðra fulltrúa í málum skv. barnalögum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf til starfsréttinda í sálfræði, félagsráðgjöf eða sambærilegum greinum.
  • Menntun á sviði sáttameðferðar eða sáttamiðlunar eða umtalsverð starfsreynsla á því sviði eða fjölskyldumeðferðar.
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna undir álagi.
  • Að hafa unnið að lágmarki í tvö ár við meðferð mála þar sem reynir beint á hagsmuni barna og/eða foreldra.
  • Að hafa haldgóða þekkingu á ákvæðum barnalaga og þeim helstu álitaefnum sem reynir á við túlkun þeirra.
  • Færni til að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi með skipulögðum og öguðum vinnubrögðum.
  • Færni í mæltu og rituðu máli á íslensku og ensku.
Auglýsing birt15. október 2024
Umsóknarfrestur25. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar