Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa

Forstöðumaður meðferðarheimilis á höfuðborgarsvæðinu

Barna- og fjölskyldustofa leitar að framsæknum leiðtoga sem hefur þekkingu á málefnum barna og hæfni til að leiða nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga á Farsældartúni í Mosfellsbæ. Um er að ræða meðferðarheimili sem veitir börnum 12-18 ára sérhæfða meðferð og greiningu vegna alvarlegs hegðunar-, tilfinninga- og vímuefnavanda. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun og rekstur meðferðarheimilisins. 
  • Ábyrgð á framkvæmd á faglegu meðferðarstarfi á heimilinu.  
  • Ábyrgð á þróun meðferðarstarfs innan heimilisins í samráði við framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. 
  • Ábyrgð á samskiptum meðferðarheimilisins út á við og samstarfi við barnaverndarþjónustu og aðra lykilaðila í meðferð fjölskyldu og barns. 
  • Þátttaka í stefnumótun og nýsköpun innan stofnunarinnar. 
  • Fer með mannaforráð. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistarapróf í sálfræði, félagsráðgjöf eða uppeldisfræði. 

  • Reynsla af meðferðarstarfi með börnum með alvarlegan hegðunarvanda og fjölskyldum þeirra. 

  • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri er kostur. 

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og geta og vilji til að hvetja aðra til árangurs. 

  • Skipulagshæfileikar og geta til að hafa yfirsýn og umsjón með verkefnum. 

  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. 

  • Góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku er nauðsynleg, önnur tungumálakunnátta er kostur. 

Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur 

  • Líkamsræktarstyrkur 

Auglýsing birt8. október 2024
Umsóknarfrestur18. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Skálatún, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar