

Ritari stoðdeilda
Við leitum að áreiðanlegum og sveigjanlegum ritara sem einnig er tilbúinn til að aðstoða við önnur tilfallandi verkefni. Um 80-100% dagvinnustarf er að ræða og er staðan laus nú þegar.
Helstu verkefni ritara eru undirbúningur funda, ritun fundargerða, verkefnastjórn viðburða, samskipti við samstarfsfólk og ytri hagsmunaaðila, setja efni inn á vefmiðla og eftirfylgni ýmissa mála svo fátt eitt sé nefnt. Um er að ræða mjög fjölbreytt verkefni fyrir forstjóra og stoðdeildir Reykjalundar.
Hæfniskröfur:
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Víðtæk tölvuþekking er skilyrði.
- Góð tök á íslensku í ræðu og riti.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfileikar.
Mötuneyti er á staðnum og aðgengi starfsfólks að heilsurækt og sundlaug.
Laun byggja á kjarasamningi Sameykis og SFV, auk stofnanasamnings Sameykis og Reykjalundar.
Upplýsingar um starfið veita Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, netfang: [email protected] og Pétur Magnússon forstjóri, [email protected]













