
IKEA
Í dag starfa um 480 manns hjá IKEA á Íslandi, í lifandi alþjóðlegu umhverfi.
Þessi stóri samheldni hópur vinnur daglega að framgangi hugmyndafræði IKEA: „Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta“.
Fjölbreytni er lykill að velgengni. Hjá IKEA, fögnum við öllum víddum fjölbreytileikans. Við leggjum áherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem öll eru velkomin, virt, studd og vel metin, sama hver þau eru eða hvaðan þau koma. Við erum fullviss um að sérstaða allra einstaklinga gerir IKEA betri.
Hér í IKEA leggjum við mikla áherslu á jákvæð samskipti á vinnustað og teljum sveigjanleika í starfi og samræmi milli vinnu og einkalífs vera mikilvægan þátt í starfsánægju.
Starfsemi fyrirtækisins býður upp á skapandi og skemmtileg störf og mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi – með jákvæðni að leiðarljósi.

Rafvirki
Laust er til umsóknar starf rafvirkja við útstillingadeild IKEA. Rafvirki sinnir fjölbreyttum verkefnum í fyrirtækinu, tengd útstillingum í verslun og öðru tilfallandi.
Um fullt starf er að ræða þar sem unnið er virka daga kl. 8-16.
Innan útstillingadeildar starfar fjölbreyttur, lifandi og skemmtilegur hópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn og víðtæka þekkingu á sviði hönnunar ásamt teymi iðnaðarmanna.
Hæfniskröfur
-
Próf í rafvirkjun
-
Nákvæmni og vandvirkni
-
Geta til að starfa undir álagi
-
Stundvísi
-
Frumkvæði og ábyrgð
-
Jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar
-
Reynsla sem nýtist í starfi
Fríðindi í starfi
- Starfsfólki IKEA stendur til boða styrkur gegn því að nýta sér vistvænan og heilsusamlegan samgöngumáta til og frá vinnu.
- Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi sem stendur fyrir reglulegum viðburðum. Aðgengi að sumarbústað til einkanota.
- Niðurgreiddur heilsusamlegur matur með vegan valkosti og salatbar. Fríir ávextir og hafragrautur alla daga.
- Heilsueflingarstyrkur ásamt frírri heilsufarsskoðun og velferðarþjónustu frá utanaðkomandi fagaðila. Hressandi morgunleikfimi tvisvar í viku.
- Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni.
Auglýsing birt5. mars 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Kauptún 4, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
Rafvirkjun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri á eigna- og viðhaldssviði
Félagsbústaðir

Ráðagóðir rafvirkjar í Borgarnesi
RARIK ohf.

Ljósleiðaratæknimaður - Norðurland
Netkerfi og tölvur ehf.

Rafvirki í Hafnarfirði
HS Veitur hf

Raflagnahönnuður
Raftákn

Rafvirki
Statik

Rafvirki í söludeild rafbúnaðar
Smith & Norland

Multivac Tæknimaður
Multivac ehf

Rafakur ehf. óskar eftir rafvirkja/verkstjóra til starfa
Rafakur ehf.

Sérfræðingur í sölu á þjónustu HD, einkum dælu- og vélbúnaði
HD

Rafvirki í ört vaxandi fyrirtæki.
Lausnaverk ehf

Sumarstörf í útibúi Fagkaupa á Selfossi
Johan Rönning