Raftákn
Raftákn
Raftákn

Raflagnahönnuður

Vegna umfangsmikilla verkefna á komandi misserum leitum við að metnaðarfullum og áhugasömum raflagnahönnuðum á skrifstofur Raftákns á Akureyri og í Reykjavík. Við höfum spennandi verkefni fyrir reynslumikinn hönnuð sem mun m.a. gefa viðkomandi tækifæri til að vera leiðandi á sviði uppbyggingar fyrir landeldi á Íslandi.

Raftákn er rafmagnsverkfræðistofa með starfsstöðvar á Akureyri og í Reykjavík. Þar starfa 30 manns að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á Íslandi og erlendis. Viðskiptavinir Raftákns eru m.a. opinberir aðilar, orku- og veitufyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki, stóriðjufyrirtæki og hátæknifyrirtæki. Raftákn er framsækið fyrirtæki sem leitast við að bjóða viðskiptavinum uppá bestu lausnirnar hverju sinni og veita framúrskarandi þjónustu.

Raftákn hefur hlotið vottun CreditInfo sem Framúrskarandi fyrirtæki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hönnun rafkerfa og raflagna í stærri mannvirki og iðnaðarumhverfi
  • Hönnun rafdreifingar
  • Gerð kostnaðaráætlana, eftirlit og samskipti við viðskiptavini
  • Verkefnastýring
  • Önnur tilfallandi verkefni 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi, s.s. rafiðnfræði, rafmagnsverk- eða tæknifræði. Iðnmenntun í rafvirkjun er kostur.
  • Reynsla af raflagnahönnun.
  • Reynsla í Revit.
  • Rík þjónustulund, samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna í teymi.
  • Geta til vinna sjálfstætt og eiga í beinum samskiptum við viðskiptavini.
  • Áhugi og metnaður fyrir því að þróast og ná árangri í starfi.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.

 

Önnur hæfni sem er kostur en ekki áskilin:

  • Reynsla af verkefnastjórnun og BIM
  • Þekking á BREEAM eða sambærilegum stöðlum
  • Þekking á helstu stýrikerfum fyrir lýsingu s.s. DALI og KNX

 

Auglýsing birt27. febrúar 2025
Umsóknarfrestur14. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Glerárgata 34, 600 Akureyri
Stórhöfði 21, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AutocadPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar