Árbæjarkirkja
Árbæjarkirkja

Organisti/kórstjóri

Sóknarnefnd Árbæjarsóknar auglýsir lausa stöðu organista/kórstjóra við Árbæjarkirkju. Um er að ræða starf frá 1. febrúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi.

Í Árbæjarkirkju er fjölbreytt safnaðarstarf og messað hvern helgan dag. Við kirkjuna starfa tveir prestar, djákni, kirkjuverðir og ungt fólki í æskulýðsstarfi ásamt sóknarnefnd og sjálfboðaliðum.

Organista er falin tónlistarstjórn safnaðarins og gegnir afar mikilvægu hlutverki í kirkjustarfinu.

Barnakór hefur ekki verið starfræktur en stefnt er að því með nýjum organista/kórstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð

Leiða og stýra tónlistarstarfi kirkjunnar. Leika undir í helgihaldi, athöfnum og kirkjulegu starfi á vegum kirkjunnar. Stýra og hafa umsjón með kór kirkjunnar og barnakór, æfa þá og stjórna. Undirleikur í samsöng eldri borgara, auk annara tilfallandi verkefna. Umsjón með hljóðfærum kirkjunnar og styðja við annað safnaðarstarf, t.d við fermingar, í samstarfi við sóknarprest, sóknarnefnd og starfsfólk kirkjunnar. Taka þátt í undirbúningi og framkvæmd menningarviðburða safnaðarins.

Menntunar- og hæfniskröfur

Kirkjutónlistarmenntun frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða öðru sambærilegu viðurkenndu námi. Reynsla af tónlistarflutningi við helgihald er æskilegt, góð reynsla af kórstjórn, listfengi, hugmyndaauðgi, vilji og geta til að vinna í teymisvinnu. Mikill áhugi á að byggja upp fjölbreytt og skemmtilegt tónlistar/menningarstarf í söfnuðinum.

 

Auglýsing birt29. desember 2024
Umsóknarfrestur10. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Rofabær 30, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar