Organisti/kórstjóri
Sóknarnefnd Árbæjarsóknar auglýsir lausa stöðu organista/kórstjóra við Árbæjarkirkju. Um er að ræða starf frá 1. febrúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Í Árbæjarkirkju er fjölbreytt safnaðarstarf og messað hvern helgan dag. Við kirkjuna starfa tveir prestar, djákni, kirkjuverðir og ungt fólki í æskulýðsstarfi ásamt sóknarnefnd og sjálfboðaliðum.
Organista er falin tónlistarstjórn safnaðarins og gegnir afar mikilvægu hlutverki í kirkjustarfinu.
Barnakór hefur ekki verið starfræktur en stefnt er að því með nýjum organista/kórstjóra.
Leiða og stýra tónlistarstarfi kirkjunnar. Leika undir í helgihaldi, athöfnum og kirkjulegu starfi á vegum kirkjunnar. Stýra og hafa umsjón með kór kirkjunnar og barnakór, æfa þá og stjórna. Undirleikur í samsöng eldri borgara, auk annara tilfallandi verkefna. Umsjón með hljóðfærum kirkjunnar og styðja við annað safnaðarstarf, t.d við fermingar, í samstarfi við sóknarprest, sóknarnefnd og starfsfólk kirkjunnar. Taka þátt í undirbúningi og framkvæmd menningarviðburða safnaðarins.
Kirkjutónlistarmenntun frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða öðru sambærilegu viðurkenndu námi. Reynsla af tónlistarflutningi við helgihald er æskilegt, góð reynsla af kórstjórn, listfengi, hugmyndaauðgi, vilji og geta til að vinna í teymisvinnu. Mikill áhugi á að byggja upp fjölbreytt og skemmtilegt tónlistar/menningarstarf í söfnuðinum.