Framkvæmdastjóri
Stjórn Rauða krossins á Íslandi leitar að reynslumiklum og metnaðarfullum framkvæmdastjóra í fjölbreytt og krefjandi starf. Framkvæmdastjóri leiðir stjórnendahóp og sjálfboðaliðastarf félagsins á landsvísu og heyrir starfið undir stjórn. Viðkomandi framkvæmir ákvarðanir stjórnar og ábyrgist að starf félagsins sé unnið í samræmi við stefnu og lög Rauða krossins á Íslandi.
Framkvæmdastjóri leiðir stefnumótun, markmiðasetningu, nýsköpun og þróun félagsins ásamt stjórn. Mikilvægur hluti starfsins er að koma fram fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi gagnvart hagsmunaaðilum og í fjölmiðlum og sinna málsvarahlutverki fyrir skjólstæðinga félagsins.
Framkvæmdastjóra ber að skapa hvetjandi starfsumhverfi sem virkjar sjálfboðaliða og starfsfólk félagsins þannig að þjónusta við deildir og þar með skjólstæðinga félagsins um allt land verði eins og best verði á kosið.
- Ábyrgð á rekstri félagsins, fjáröflun og starfsumhverfi starfsfólks og sjálfboðaliða.
- Virk samskipti við deildir Rauða krossins um allt land.
- Stjórnun og mannauðsmál.
- Framkvæmd á stefnu Rauða krossins á Íslandi og ákvörðunum stjórnar.
- Stefnumótun, markmiðasetning og eftirfylgni markmiða.
- Samskipti við opinbera aðila, fyrirtæki og aðra hagsmunaaðila sem tengjast verkefnum Rauða krossins á Íslandi.
- Alþjóðleg samskipti á vettvangi félagsins.
- Koma fram fyrir hönd Rauða krossins, meðal annars í fjölmiðlum.
- Önnur verkefni í samvinnu við stjórn.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur.
- Árangursrík reynsla af stjórnun, rekstri, fjármálum og mannauðsmálum.
- Framúrskarandi samskipta- og forystuhæfileikar.
- Frumkvæði, skipulagshæfileikar og lausnamiðuð hugsun.
- Æskileg þekking á helstu málefnasviðum sem Rauði krossinn á Íslandi sinnir svo sem neyðarvörnum, skaðaminnkun, félagsauði og málefnum farenda.
- Leiðtogahæfni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Framúrskarandi hæfni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.