
Samherji hf.
Samherji er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu, með víðtæka starfsemi víðsvegar um heim. Samherji hefur á að skipa hæfu og framtakssömu starfsfólki og stjórnendum, öflugum skipaflota, miklum aflaheimildum og fullkomnum verksmiðjum í landi.

ÖRYGGISSTJÓRI
Samherji óskar eftir að ráða öflugan aðila til að leiða öryggismál fyrirtækisins þvert á starfsemi þess.
Starfið felst í að efla öryggismenningu og viðhalda innan vinnustaða Samherja til að tryggja lægstu slysatíðni og að allir komist heilir heim frá vinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiðtogi í framþróun öryggismála fyrirtækisins og auka öryggi á starfsstöðum þess
- Yfirumsjón með öryggismálum
- Skráning, eftirlit og eftirfylgni
- Gerð áhættumats og uppfærsla þess í samvinnu við öryggisnefndir
- Greiningar, úrbætur og upplýsingagjöf vegna frávika og slysa
- Samskipti við Vinnueftirlitið og aðrar opinberar stofnanir
- Ráðgjöf og fræðsla fyrir starfsfólk og stjórnendur í tengslum við öryggismál
- Eftirfylgni og kennsla í tengslum við öryggisbúnað
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Áhugi, reynsla og þekking á öryggismálum
- Þekking og reynsla af vinnuverndarlöggjöfinni kostur
- Leiðtogahæfni og reynsla af verkefnastjórnun
- Þekking og reynsla af sjávarútvegi kostur
- Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Rík hæfni til samstarfs og samskipta
- Góð færni í íslensku og ensku
Auglýsing birt30. apríl 2025
Umsóknarfrestur14. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Glerárgata 30, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (9)

Aðstoðarmaður/öryggisvörður útkallsteymi yfirsetu bakvaktir
Sjúkrahúsið á Akureyri

Nýtt starf: Aðstoðarmaður/öryggisvörður í útkallsteymi yfirs
Sjúkrahúsið á Akureyri

Gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri
Dagar hf.

Sérfræðingur í Gæða- og Þjálfunarmálum
Airport Associates

Öryggisstjóri
First Water

Umhverfis-, heilsu- og öryggissérfræðingur / EHS Specialist
Alvotech hf

Mannauðs-og öryggisstjóri / HR & Safety Manager
Laugarás Lagoon

Bókhalds og skrifstofustarf
800 LAGNIR

Sérfræðingur í gæða- og reglugerðarmálum
Kvikna Medical ehf.