Samherji hf.
Samherji hf.
Samherji hf.

ÖRYGGISSTJÓRI

Samherji óskar eftir að ráða öflugan aðila til að leiða öryggismál fyrirtækisins þvert á starfsemi þess.

Starfið felst í að efla öryggismenningu og viðhalda innan vinnustaða Samherja til að tryggja lægstu slysatíðni og að allir komist heilir heim frá vinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiðtogi í framþróun öryggismála fyrirtækisins og auka öryggi á starfsstöðum þess
  • Yfirumsjón með öryggismálum
  • Skráning, eftirlit og eftirfylgni
  • Gerð áhættumats og uppfærsla þess í samvinnu við öryggisnefndir
  • Greiningar, úrbætur og upplýsingagjöf vegna frávika og slysa
  • Samskipti við Vinnueftirlitið og aðrar opinberar stofnanir
  • Ráðgjöf og fræðsla fyrir starfsfólk og stjórnendur í tengslum við öryggismál
  • Eftirfylgni og kennsla í tengslum við öryggisbúnað
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Áhugi, reynsla og þekking á öryggismálum
  • Þekking og reynsla af vinnuverndarlöggjöfinni kostur
  • Leiðtogahæfni og reynsla af verkefnastjórnun
  • Þekking og reynsla af sjávarútvegi kostur
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Rík hæfni til samstarfs og samskipta
  • Góð færni í íslensku og ensku
Auglýsing birt30. apríl 2025
Umsóknarfrestur14. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Glerárgata 30, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar