

Gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri
Dagar óska eftir að ráða starfsmann í starf gæða-, umhverfis- og öryggisstjóra.
Gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri gegnir lykilhlutverki í að tryggja faglegt verklag innan Daga sem styður við markmið okkar um gæði, öryggi og sjálfbærni. Starfið felur í sér yfirumsjón með þróun, innleiðingu og eftirfylgni gæðaviðmiða, ásamt stefnumótun og framkvæmd í umhverfis- og öryggismálum. Staðan heyrir undir Sviðsstjóra Mannauðs og sjálfbærni og vinnur starfsmaður þvert á starfsemi fyrirtækisins og hefur víðtækt samráð við stjórnendur, mannauðsteymi og starfsfólk með það að markmiði að efla faglega framkvæmd, auka vitund og stuðla að stöðugum umbótum.
Nánari upplýsingar veitir mannauðsteymi Daga - [email protected].
Um Daga
Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki og saga okkar nær allt aftur til ársins 1980. Við höfum einsett okkur að vera í fremstu röð í ræstingum og þrifum, fasteignaumsjón og vinnustaðalausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Hjá Dögum starfa um 750 manns víðsvegar um landið af ýmsum þjóðernum. Starfsumhverfi Daga er fjölbreytt, virk þátttaka og helgun starfsfólks er lykillinn að velgengni okkar. Árangur okkar er drifinn áfram af metnaði og knýjandi þörf fyrir að leita sífellt leiða til að gera betur.
Við leggjum mikla áherslu á þjálfun og fræðslu starfsfólks þar sem þjónusta okkar byggir á árangursmiðuðum gæðaferlum, eins og INSTA 800 gæðakerfinu. Þar að auki bjóðum við reglulega upp á fjölda námskeiða sem hjálpa starfsfólki okkar í lífi og starfi.
- Þróun, innleiðing og eftirfylgni með gæðastöðlum fyrirtækisins (Svansvottun, ISO 14001, IST 85:2012 o.fl.).
- Taka þátt í og viðhalda umhverfis- og sjálfbærni starfsemi Daga með það að markmiði að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar.
- Yfirumsjón með rekstri gæðakerfis og gæðahandbókar.
- Þjálfun og stuðningur við starfsfólk og stjórnendur, þegar kemur að umhverfis-, öryggis- og gæðamálum.
- Hönnun og þróun þjálfunarefnis og fræðsluáætlunar í samráði við mannauðsteymi og stjórnendur.
- Framkvæmd/skipulag innri og ytri úttekta á vinnubrögðum, gæðaferlum og árangri í umhverfis- og öryggismálum. Vinna að stöðugum umbótum og leiðréttingu á frávikum sem upp kunna að koma.
- Samskipti við stjórnvöld, eftirlitsstofnanir og aðra hagsmunaaðila í tengslum við gæða-, umhverfis- og öryggismál.
- Situr í Umhverfis- og öryggisnefnd Daga og hefur umsjón með öryggismálum og þróun verkferla til að tryggja öryggi starfsfólks og viðskiptavina.
- Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla á gæðastjórnunarkerfum og verkefnastjórnun
- Reynsla í umhverfis-, öryggis- og gæðastjórnun, helst í tengslum við þjónustufyrirtæki
- Góð skipulagshæfni
- Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Nákvæmni í vinnubrögðum
- Jákvæðni og sveigjanleiki
- Leiðtogahæfni og frumkvæði

